Þorvaldur Gylfason er sjálfkjörinn Seðlabankastjóri eins og Vilhjálmur Bjarnason er sjálfkjörinn forstjóri fjármálaeftirlitsins. Þorvaldur sá fyrir hrunið allan tímann og skrifaði sífellt um hætturnar. Þáverandi valdhafar hlustuðu ekki á hann. Sögðu manninn skrítinn að vera að juða svona tóma vitleysu. Það var sú ríkisstjórn, sem ævinlega mun ganga undir heitinu Vanhæfa ríkisstjórnin. Þorvaldur er vel menntaður, vel virtur í sinni grein um heim allan. Hann er miklu betri kostur en fyrrverandi eða núverandi starfsmenn bankans. Rétt val er auðvelt, Þorvald Gylfason í Seðlabankann.