Þorvaldur er sjálfkjörinn

Punktar

Þorvaldur Gylfason er sjálfkjörinn Seðlabankastjóri eins og Vilhjálmur Bjarnason er sjálfkjörinn forstjóri fjármálaeftirlitsins. Þorvaldur sá fyrir hrunið allan tímann og skrifaði sífellt um hætturnar. Þáverandi valdhafar hlustuðu ekki á hann. Sögðu manninn skrítinn að vera að juða svona tóma vitleysu. Það var sú ríkisstjórn, sem ævinlega mun ganga undir heitinu Vanhæfa ríkisstjórnin. Þorvaldur er vel menntaður, vel virtur í sinni grein um heim allan. Hann er miklu betri kostur en fyrrverandi eða núverandi starfsmenn bankans. Rétt val er auðvelt, Þorvald Gylfason í Seðlabankann.