Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, kvartar yfir andófi í London. Segir fólk eiga að hjálpa stjórnvöldum við að leysa deiluna, ekki þæfast gegn. Biden misskilur andófsfólk. Það er ekki andvígt afnámi bankaleyndar og opnun skattaskjóla. Það er andvígt forustu stjórnvalda, einkum í Bretlandi og Bandaríkjunum. Vill ekki, að peningar skattgreiðenda, barna þeirra og barnabarna séu notaðir til að bjarga bankavíkingum. Nánast öll viðleitni stjórnvalda þessara landa felst í að reyna að draga vitfirringa að landi. Hún felst ekki í að hjálpa almenningi. Þess vegna er andófið í London.