Búsáhaldabyltingunni er lokið. Meðan fólk fæst ekki út á torg til að berja búsáhöld, er byltingunni lokið. Enginn barði búsáhöld utan við landsfundi Flokksins og Samfylkingarinnar. Enginn ber búsáhöld fyrir utan skrifstofu landstjóra Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Enginn ber búsáhöld við aðsetur gömlu bankastjóranna eða útrásarvíkinganna. Enginn ber búsáhöld fyrir utan málþóf Flokksins á þingi. Er það þó síðasta óafgreidda mál búsáhaldabyltingarinnar, stutt fjórum þingflokkum. Annað er komið í rífandi gang. Meðan menn fást ekki til að berja búsáhöld, verður að líta svo á, að þeir játi, að svo sé.