Leitarniðurstöður

Þögn er vörn þeirra

Punktar

Varla telst það gild ástæða fyrir að svíkja loforð, að úrslit þjóðaratkvæðis kunni að verða ríkisstjórninni óþægileg. „Klúður“ samkvæmt newspeak Birgis Ármannssonar og „ómöguleiki“ samkvæmt newspeak Bjarna Benediktssonar. Birgir hefur fundið nýtt orð á svikum. Á newspeak hans heitir það að „heppilegra væri“ að orða svik með öðrum hætti. Þetta er nú meira pakkið, sem […]

Óhefðbundna steypan

Punktar

Í hverri viku fjölgar hugtökum í NewSpeak. Máli valdhafa, sem George Orwell notar í skáldsögunni 1984. Sigmundur Davíð stýrir tungumálinu hér á landi. Að „hugsa upphátt“ er þar nýtt orðalag yfir að ljúga. Og „óhefðbundinn“ er sá þingmaður, sem lýgur. Katrín Jakobsdóttir skal „segja af sér“, er Frosti lýgur. „Tékki í pósti“ þýðir nefndir & […]

Kristján Þór lýgur líka

Punktar

Kristján Þór Júlíusson hagar sér eins og framsóknarráðherra. Segir blákalt, að svart sé hvítt. Sagði hækkun komugjalda á heilsustöðvar ekki vera hækkun. Í fylgiskjölum fjárlagafrumvarps sé góður vilji til að bæta hag fólks. Þetta er gamla lumman: Ég er svo góðviljaður, að ég má lemja þig, það tekur meira á mig en þig, að ég […]

Talar ekki íslenzku

Punktar

Kristján Þór Júlíusson segir ekki, að skera þurfi niður heilsuþjónustu. Orðar það svo, að hagræða þurfi. Hagræða? Segir ekki, að gagnrýnendur eigi að halda kjafti. Orðar það svo, að vanda þurfi umræðuna um Landspítalann. Er vandinn þar? Segir ekki, að ástandið sé í steik. Orðar það svo, að umræða um ástandið sé í ólagi. Umræðan […]

Ekki er sama hver á heldur

Fjölmiðlun

Í tilkynningum lögreglunnar er gerður greinarmunur á piparúða og varnarúða. Það heitir piparúði, þegar: “Við leit í bifreið mannsins fundust fíkniefni, piparúði og kylfa.” Varnarúði heitir það við hins vegar við þessar aðstæður: “Komu aðrir lögreglumenn til aðstoðar og þurftu þeir að beita bæði kylfum og varnarúða.” Úðinn heitir nefnilega piparúði, þegar menn beita honum […]

Varnarúði – ástarúði

Fjölmiðlun

Piparúðinn heitir varnarúði í Morgunblaðinu. Hví ekki kalla hann ástarúða? Væri í samræmi við söguna 1984 eftir George Orwell. Þar hafði stjórnin búið til tungumál, Newspeak, þar sem svart var hvítt. Innanríkisráðuneytið hét ástarráðuneyti og stríðsráðuneytið hét friðarráðuneyti. Stríðsráðuneyti Vesturlanda heita varnarmálaráðuneyti. Þaðan er orðið varnarúði. Jóhannes Nordal hóf Newspeak á Íslandi. Hann fann upp […]

Fetað í fótsporin

Punktar

Rússland hefur fetað í spor Bandaríkjanna. Júrí Balujevsky hershöfðingi tilkynnti það um helgina. Rússland má ráðast fyrirfram á annað ríki, ef það telur sér ógnað. Eins og Bandaríkin töldu sig geta ráðist á Írak. Við var að búast, að sjúkleg stefna George W. Bush endurómaði hjá hinum nýja Stalín, Vladimír Putín. Hann vill ekki vera […]

Samfylkingin rústar land

Punktar

Samfylkingin er ekki umhverfisflokkur. Afstaðan er svipuð og Framsóknar, þegar hún var í stjórn. Ekkert hald er í iðnaðar- og umhverfisráðherrum flokksins. Smám saman mun koma í ljós á einu ári, að óbreyttur hraði er á stóriðju. Tvær virkjanir verða reistar í Neðri-Þjórsá. Borað verður í Gjástykki, virkjað á Þeistareykjum og víða um Reykjanes. Ekkert […]

Svart er hvítt

Punktar

Því róttækari óvinur náttúrunnar sem Landsvirkjun verður undir stjórn Friðriks Sófussonar, þeim mun meira fjalla talsmenn fyrirtækisins um djúpa virðingu þess fyrir náttúrunni. Þetta er íslenzka útgáfan af Newspeak, tungumálinu í 1984, bók George Orwell um hryllingsríki framtíðarinnar, þar sem stríð voru skipulögð í friðarráðuneytinu og lögregluofbeldi í ástarráðuneytinu. Svart er hvítt á máli Landsvirkjunar. […]

Aldarafmæli Orwell

Punktar

Í dag er einnar aldar afmæli rithöfundarins George Orwell, sem skrifaði bækurnar 1984 og Animal Farm og útskýrði, hvernig stjórnmálahugtök fara á skjön við sannleikann. Í tilefni afmælisins skrifar Geoffrey Nunberg grein í New York Times, þar sem hann sýnir meðal annars nokkur skemmtileg dæmi um Newspeak, afvegaleidd stjórnmálahugtök í ensku máli, svo sem Revenue […]

Brenglað orðaval

Punktar

Terry Jones skrifar í Observer í dag um sérstætt tungumál Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, helztu sölumanna fyrirhugaðs stríðs við Írak. Þeir saka andstæðinga sína í röðum ráðamanna Vesturlanda um heigulshátt, rétt eins og það sé vottur um hugrekki að sitja við skrifborð á Vesturlöndum og láta henda sprengjum á fátæklinga […]