Rússland hefur fetað í spor Bandaríkjanna. Júrí Balujevsky hershöfðingi tilkynnti það um helgina. Rússland má ráðast fyrirfram á annað ríki, ef það telur sér ógnað. Eins og Bandaríkin töldu sig geta ráðist á Írak. Við var að búast, að sjúkleg stefna George W. Bush endurómaði hjá hinum nýja Stalín, Vladimír Putín. Hann vill ekki vera minni hetja. Árásarstefna þessi heitir preemptive attack á tungumálinu Newspeak. Það tungumál notar orðin “collateral damage” um morð á venjulegu fólki. Og orðin “dismantling the terrorist infrastructure” um íbúðarhús múslima, sem jöfnuð eru við jörðu.