Í tilkynningum lögreglunnar er gerður greinarmunur á piparúða og varnarúða. Það heitir piparúði, þegar: “Við leit í bifreið mannsins fundust fíkniefni, piparúði og kylfa.” Varnarúði heitir það við hins vegar við þessar aðstæður: “Komu aðrir lögreglumenn til aðstoðar og þurftu þeir að beita bæði kylfum og varnarúða.” Úðinn heitir nefnilega piparúði, þegar menn beita honum gegn löggunni. En varnarúði, þegar löggan beitir honum gegn fólki. Sérstæð tegund af newspeak, sem sýnir flókna aðferð við að spinna fréttir fyrir hina hlýðnu miðla: Fréttablaðið, Moggann og Ríkissjónvarpið.