14. San Marco – Santa Maria Formosa

Borgarrölt

Campo di Santa Maria Formosa

Campo di Santa Maria Formosa, Feneyjar

Campo di Santa Maria Formosa

Við yfirgefum kirkjuna og förum meðfram suðurhlið hennar, göngum yfir torgið og förum inn sundið Calle Bressane, yfir brú og síðan eftir Calle Trévisagna og beygjum svo á næsta horni til hægri eftir Calle lunga Santa Maria Formosa og komum eftir samtals 250 metra leið að torginu Campo di Santa Maria Formosa.

Eitt helzta markaðstorg Feneyja, óvenju stórt í sniðum í landþröngri borginni. Umhverfis það eru litlar verzlanir, fagrar hallir og kirkjan Santa Maria Formosa. Þótt torgið sé í næsta nágrenni Markúsartorgs, er það ekkert ferðamannalegt. Mannlífið á torginu ber með sér feneyskan hverfissvip eins og það sé heimur út af fyrir sig.

Santa Maria Formosa, Feneyjar

Santa Maria Formosa

Santa Maria Formosa

Við beinum athygli okkar að kirkjunni Santa Maria Formosa.

Hönnuð 1492, en var heila öld í byggingu, svo að hún er misjöfn að stíl. Hliðin að torginu, með bogadregnum kórbökum, er allt öðru vísi en kantaður stafninn að skurðinum. Kirkjuturninn er yngri, frá 1688, með þekktu afskræmisandliti í lágmynd.

Þekktasta listaverkið í kirkjunni er altari í syðri kór eftir Paolo il Vecchio með miðjumálverki af heilagri Barböru og hliðarmálverkum af helgum mönnum. Barbara var verndardýrlingur hermanna. Önnur málverk eftir Paolo eru í listasafninu Accademia.

Næstu skref

13. San Marco – Lombardo & Bellini

Borgarrölt

Pietro Lombardo

San Zanipolo: Pietro Lombardo, Feneyjar

San Zanipolo: Pietro Lombardo

Hér snúum við okkur fyrst að verkum Lombardo.

Legsteinar 25 hertoga eru í kirkjunni, þar á meðal steinkista Pietro Mocenigo hægra megin við innganginn, þekkt listaverk frá 1481 efti
r Pietro Lombardo. Vinstra megin við meginaltarið er steinkista Andrea Vendramin frá 1476-1478, einnig eftir Lombardo, sem á hér fleiri listaverk. Altarið sjálft er mikið yngra, eftir Baldassare Longhena, frá 17. öld.

Lombardo hannaði einnig neðri hluta óvenjulegrar framhliðar Scuola Grande di San Marco og alla skartkirkjuna Santa Maria dei Miracoli, sem við erum áður búin að skoða á þessari gönguferð. Hann gerði líka róðubríkina í Santa Maria Gloriosa dei Frari, sem við sjáum í annarri gönguferð um Feneyjar.

Lombardo var uppi 1435-1515 og vann einkum í Feneyjum. Hann var einn helzti frumkvöðull endurreisnarstílsins í Feneyjum, þegar þar var að syngja sitt síðasta vers síðgotneski stíllinn, sem hélt þar lengur velli en víðast annars staðar.

San Zanipolo: Bellini, Feneyjar 2

San Zanipolo: Bellini

Giovanni Bellini

Næst snúum við okkur að listamanninum Bellini.

Frægt altari eftir Bellini er inn af hægra hliðarskipi kirkjunnar, með nokkrum málverkum í gullnum skrautramma. Stóru málverkin í miðröð sýna þrjá helga menn. Fyrir ofan eru málverk úr ævi Krists og fyrir neðan málverk úr ævi heilags Vincentíusar.

Í annarri göngu heimsækjum við Accademia-safnið með mörgum verkum Bellini, einkum málverk af heilagri guðsmóður með jesúbarninu og öðru helgu fólki. Frægt guðsmóðuraltari hans er í Santa Maria Gloriosa dei Frari, og Pièta í Museo Correr, sem við skoðum hvort tveggja í öðrum gönguferðum um borgina. Einnig málverk í San Giovanni Crisostomo, sem við sáum fyrr á þessari göngu.

Giovanni Bellini var uppi 1430-1516, sonur Jacopo Bellini, bróðir Gentile Bellini og mágur Andrea Mantegna, sem allir voru miklir málarar. Hann var einn af helztu einkennismálurum upphafsskeiðs endurreisnartímans, undir áhrifum frá mági sínum Mantegna, en sýndi mildari mannlegar tilfinningar í verkum sínum. Þau eru nákvæm og vönduð, sýna næmt samspil ljóss og skugga.

Næstu skref

 

12. San Marco – San Zanipolo

Borgarrölt
San Zanipolo, Feneyjar

San Zanipolo

Hornrétt á framhlið hallarinnar er vesturvirki kirkjunnar San Zanipolo.

Önnur af tveimur helztu gotnesku kirkjunum í Feneyjum, rúmlega 100 metra löng og háreist eftir því, með einföldum og voldugum vesturstafni, reist síðast á 13. öld og fyrst á 14. öld sem klausturkirkja Dóminíkusa. Sjálfur dyraumbúnaður kirkjunnar er yngri, frá upphafi endurreisnartímans.

Fullu nafni heitir hún Santi Giovanni e Paolo, en jafnan stytt í munni Feneyinga. Kirkjan hýsir fræg listaverk, einkum eftir Pietro Lombardo, Giovanni Bellini og Paolo Veronese.

Innst við kór er gengið til vinstri inn í Capella del Rosario. Þar eru mörg málverk eftir Paolo Veronese, þar á meðal Tilbeiðsla fjárhirðanna, á norðurveggnum andspænis inngangi. Við fjöllum nánar um Veronese í annarri gönguferð, þegar við heimsækjum listasafnið Accademia.

Næstu skref

11. San Marco – Scuola Grande di San Marco

Borgarrölt
Scuola Grande, Feneyjar

Scuola Grande di San Marco

Frá styttunni sjáum við vel framhlið klúbbhússins Scuola Grande di San Marco.

Neðri hluti marmaraklæddrar framhliðarinnar og frumlegar þrívíddar-blekkimyndir hennar eru eftir arkitektinn fræga Pietro Lombardo og syni hans, 1485-1495. Efri hæðirnar eru eftir Mauro Coducci, einnig frá lokum 15. aldar.

Höllin var reist sem klúbbhús eins af sex karlaklúbbum borgarinnar. Flest listaverk hennar eru horfin á braut, en þó eru þar enn málverk eftir Tintoretto og Veronese.

Nú er höllin notuð sem sjúkrahús, Ospedale Civile, og er ekki opin almenningi.

Næstu skref

10. San Marco – Colleoni

Borgarrölt
Colleoni, Feneyjar

Colleoni

Við förum úr kirkjunni og göngum umhverfis hana, yfir brúna að baki hennar, beygjum síðan strax til hægri og göngum eftir Fondamenta Piovan og Calle larga Gallina að torginu fyrir framan San Zanipolo og Scuola di San Marco, þar sem er styttan af Colleoni, alls um 300 metra leið.

Riddarastyttan úr bronzi af Bartolomeo Colleoni sýnir vel k
raft og hreyfingu atvinnuhermanns og stríðsgæðings hans. Hún er eftir Andrea Verrocchio og er frá 1481-1488.

Colleoni var frægur 15. aldar hershöfðingi málaliða, sem Feneyingar tóku á leigu til landhernaðar, því að sjálfum hentaði þeim betur sjóhernaður. Þeir stigu betur ölduna en þeir sátu hestana. Colleoni gagnaðist þeim vel og græddu báðir aðilar á þeim viðskiptum.

Colleoni arfleiddi að lokum Feneyjalýðveldi að tíunda hluta auðæfa sinna gegn því, að stytta yrði reist af sér fyrir framan San Marco. Feneyingar játuðu þessu, en reistu hana ekki fyrir framan kirkjuna San Marco, heldur klúbbhúsið Scuola Grande di San Marco. Styttan hefur verið hér síðan og haldið minningu Colleoni á lofti, þótt ekki sé með sama hætti og hann sá fyrir sér.

Næstu skref

 

9. San Marco – Santa Maria dei Miracoli

Borgarrölt
Santa Maria del Miracoli, Feneyjar

Santa Maria del Miracoli

Við förum áfram leiðina yfir næstu brú, þar sem við beygjum til hægri eftir Salizzada San Canciano. Eftir 100 metra komum að Palazzo Boldú, þar sem við beygjum til hægri eftir Calle dei Miracoli, yfir brú og að kirkju á skurðbakkanum, tæplega 100 metra leið.

Afar fögur smákirkja frá upphafi endurreisnartímans, hönnuð af Pietro Lombardo, fagurlega lögð marglitum marmara og öðrum fægðum steini að utan og innan. Einkum er vesturstafninn fagurlitur og skrautlegur með rómönskum bogagluggum og hringgluggum. Kirkjan er höfuðverk Lombardo, en við munum sjá fleiri verk hans í þessari gönguferð.

Nafn sitt dregur kirkjan af málverki Nicolò di Pietro af heilagri guðsmóður og barninu, sem er yfir altarinu. Myndin er talin valda kraftaverkum. Í tunnulaga kirkjuloftinu eru myndir af 50 englum og spámönnum. Kirkjan hefur nýlega verið gerð upp, svo að hún skartar sínu fegursta

Næstu skref

8. San Marco – Campo San Bartolomeo

Borgarrölt
Campo San Bartolomeo, Feneyjar

Stefnumótatorgið Campo San Bartolomeo

Campo San Bartolomeo

Að þessu sinni förum við norður úr torginu eftir Merceria 2 Aprile tæplega 100 metra leið til helzta stefnumótatorgs borgarinnar, Campo San Bartolomeo.

Að lokinni vinnu mæla Feneyingar sér mót hér á torginu til að undirbúa kvöldið. Styttan af leikskáldinu Carlo Goldoni á torginu miðju gegnir sama hlutverki og klukkan á Lækjartorgi gegndi fyrr á árum í Reykjavík. Á þessum slóðum er mikið um kaffibari.

Rétt hjá torginu er veitingahúsið Al Graspo de Ua.

Ponte Rialto, Feneyjar

Salizzada Pio X við Ponte Rialto

Salizzada Pio X

Við torgið beygjum við til vinstri eftir Salizzada Pio X, rúmlega 50 metra að Rialto-brú til að skoða minjagripaverzlanir brúarsvæðisins.

Kjötkveðjuhátíðargrímur eru ein helzta minjagripavara Feneyja. Þær eru gerðar eftir fyrirmyndum úr Commedia dell’Arte leikhúshefðinni. Kristall er önnur helzta minjagripavaran, yfirleitt handblásinn í gleriðjum Murano-eyjar. Hin þriðja eru blúndur frá eyjunni Burano og hin fjórða eru vörur úr handunnum marmarapappír. Allt þetta fæst í götusundunum við brúna.

San Giovanni Crisostomo

Eftir að hafa gengið upp á Rialto brú til að skoða okkur um, snúum við til baka eftir Salizzada Pio X út á Campo San Bartolomeo, þar sem við beygjum til vinstri og förum um 250 metra leið eftir Salizzada di Fontego de Tedeschi og Salizzada San Giovanni Crisostomo til kirkjunnar San Giovanni Crisostomo. 

Fremur lítil krosskirkja grísk, frá 1479-1504, í rauðbrúnum lit, skreytt málverkum eftir Giovanni Bellini og Sebastiano del Piombo. Hún er þægilegur áningarstaður í ys og þys gatnanna í kring.

Andspænis kirkjunni er veitingahúsið Fiaschetteria Toscana.

Næstu skref

7. San Marco – Palazzo Contarini del Bovolo

Borgarrölt

Palazzo Contarini del Bovolo

Palazzo Contarini del Bovolo, Feneyjar

Palazzo Contarini del Bovolo

Við höldum áfram um 200 metra eftir Calle dello Spezier, Calle della Mandola og Calle della Cortesia til torgsins Campo Manin, þar sem við beygjum til hægri 100 metra leið eftir Calle della Vida, Calle della Locanda og Corte del Palazzo Risi að sívaliturni borgarinnar.

Léttur gormur Langbarðastigans við Palazzo Contarini del Bovolo er helzta einkenni þessarar 15. aldar hallar Contarini ættar. Í garðinum er slökunarstaður katta hverfisins.

Í húsasundi rétt hjá höllinni er veitingahúsið Al Campiello.

San Salvatore

Við höldum sömu leið til baka um Calle della Locanda og Calle della Vida til Campo Manin, þar sem við beygjum til hægri og göngum merkta og krókótta leið í átt til Rialto-brúar. Rúmlega 200 metra frá torginu verður fyrir okkur San Salvatore á hægri hönd.

Kirkja í endurreisnarstíl frá upphafi 16. aldar með fagurlitu marmaragólfi og nokkrum verkum Tiziano.

Rétt hjá kirkjunni, nálægt Canal Grande, er veitingahúsið Antica Carbonera.

Handan kirkjunnar er Merceria, stytzta leiðin milli Rialto brúar og Markúsartorgs, um 500 metrar, ein helzta verzlunargata borgarinnar.

Næstu skref

 

6. San Marco – Santo Stefano

Borgarrölt

Santo Stefano

Campo Sant' Angelo & Santo Stefano, Feneyjar

Campo Sant’ Angelo & skakkur turn Santo Stefano

Við norðurenda torgsins er kirkjan Santo Stefano.

14. og 15. aldar smíði, með bátskjalarlofti, útskornum loftbitum og gotneskum bogariðum. Nokkur málverk Tintorettos eru í kirkjunni. Turninn að kirkjubaki er með skakkari turnum borgarinnar.

Campo Sant’Angelo

Við förum um sundið Calle dei Frati meðfram vesturstafni kirkjunnar til næsta torgs, Campo Sant’Angelo, um 100 metra leið.

Skakkur turn Santo Stefano gnæfir yfir torginu að húsabaki.

Næstu skref

 

5. San Marco – Campo Santo Stefano

Borgarrölt
Campo Santo Stefano, Feneyjar

Campo Santo Stefano

Campo San Maurizio

Við göngum Calle delle Veste til baka, beygjum til hægri eftir Calle larga 22 Marzo og síðan Calle delle Ostreghe í beinu framhaldi af henni í áttina að Campo San Maurizio, tæplega 400 metra leið. Á leiðinni förum við yfir nokkrar síkisbrýr. Við höldum áfram til torgsins Campo San Maurizio, þar sem við sjáum skakkan turn Santo Stefano að húsabaki.

Krókóttir skurðirnir fylgja oft útlínum hinna rúmlega 100 eyja, sem borgin var reist á. Þeir mynda samfellt samgöngukerfi í borginni, að verulegu leyti óháð samgöngukerfi göngugatna. Milli tveggja nálægra staða getur verið margfalt lengra að fara á landi en sjó eða öfugt. Bátaleiðirnar hafa svo það umfram gönguleiðirnar, að hinar síðarnefndu henta síður vöruflutningum.

Skurðirnir hreinsast af straumunum, sem myndast í þeim vegna mismunar á flóði og fjöru. Eigi að síður safnast fyrir í þeim mikið af úrgangi og leirkenndri leðju, sem þarf að hreinsa, svo að skurðirnir fyllist ekki og verði ófærir bátum. Er þá skurði lokað, dælt úr honum, lagðir teinar í botninn fyrir vagna, sem flytja leðjuna frá dæluprömmum út í flutningapramma.

Campo Santo Stefano

Frá Campo San Maurizio höldum við beint áfram eftir Calle dello Spezier inn á næsta torg, Campo Santo Stefano, samtals um 100 metra leið.

Eitt stærsta torg borgarinnar, fyrr á öldum miðstöð kjötkveðjuhátíða og nautaats, en núna leikvöllur barna og kaffidrykkjustaður ferðamanna.

Frá suðurenda torgsins eru aðeins 100 metrar að Accademia-brú yfir Canal Grande. Torgið myndar því krossgötur gönguleiðanna milli Accademia, Markúsartorgs og Rialto-brúar, enda fer mikill flaumur fólks um torgið.

Næstu skref

4. San Marco – Teatro Fenice

Borgarrölt

Teatro Fenice

Teatro Fenice, Feneyjar

Teatro Fenice

Frægasta stofnun torgsins Campo San Fantin er óperuhúsið Fenice. Við skoðum leikhúsið nánar.

Elzta leikhús borgarinnar og ein þekktasta ópera veraldar brann í ársbyrjun 1996. Teatro Fenice var frá 1792, í fölskum endurreisnarstíl, fremur einfalt að utan en hlaðið skrauti að innan, í rauðgulu, rauðu og gullnu. Áhorfendastúkur voru á fimm hæðum í hálfhring kringum sviðið og gólfið. Við hlið leikhússins er hóte

lið La Fenice et des Artistes og veitingahúsið La Fenice í sama húsi.

Frægast er leikhúsið fyrir frumflutning sögufrægra óperuverka á borð við La Traviata eftir Verdi, Tancredi og Semiramis eftir Rossini, I Capuleti ed i Montecchi eftir Bellini, Rake’s Progress efir Stravinsky og Turn of the Screw eftir Britten. Mörg verk eftir Richard Wagner voru sýnd hér, enda bjó hann lengi í Feneyjum.

Snemma á 17. öld urðu Feneyjar óperumiðstöð Ítalíu og héldu þeirri forustu í þrjár aldir. Í Feneyjum hætti óperan að vera einkamál aðalsins og varð að almenningseign. Þar náði óperettuformið flugi. Þar var líka jafnan lögð meiri áherzla á tónlistarþátt óperunnar en víðast annars staðar. Á 19. öld frumflutti Giuseppi Verdi mörg verka sinna einmitt hér í Teatro Fenice.

Næstu skref

 

3. San Marco – Calle larga 22 Marzo

Borgarrölt
Calle larga 22 Marzo
Calle larga 22 Marzo, Feneyjar

Calle larga 22 Marzo

Frá brúnni höldum við áfram inn í breiðgötuna framundan.

Calle larga 22 Marzo er ein breiðasta og fjölfarnasta gata borgarinnar, með tízkuverzlunum og hótelum á báðar hendur. Við sjálfa götuna hægra megin er hótelið Saturnia og veitingastaðurinn Caravella. Mjó sund liggja til suðurs frá götunni til hótelanna Europa e Regina, Flora og Pozzi.

Í nágrenninu er hótelið og veitingahúsið Gritti.

Campo San Fantin

Við tökum krók norður úr götunni eftir sundinu Calle delle Veste út á torgið Campo San Fantin, um 100 metra leið.

Nokkuð er af þekktum veitingahúsum við Campo San Fantin og í næsta nágrenni þess. Frægasta stofnun torgsins er þó óperuhúsið Fenice.

Næstu skref

 

2. San Marco – Frezzeria

Borgarrölt

Frezzeria

Frezzeria, Feneyjar

Frezzeria

Við göngum götuna til baka og höldum áfram um 100 metra vegalengd eftir Frezzeria.

Ein helzta verzlunargata Feneyja frá fornu fari. Hún er dæmigerð fyrir slíkar götur í borginni. Nafnið stafar af, að þar voru í fyrndinni seldar örvar. Nú er þar mest um fataverzlanir.

Í hliðargötu út frá Frezzeria er veitingahúsið La Colomba.

San Moisè

Við snúum til baka og beygjum til hægri í Salizzada San Moisè, sem við göngum um 100 metra leið út á Campo San Moisè and lítum á kirkjuna San Mois
è.

Rækilega skreytt og þunglamaleg hlaðstílskirkja frá 1668. Hún væri ásjálegri, ef óhreinindin á framhliðinni væru hreinsuð.

Rio San Moisè

San Moise, Feneyjar

San Moise

Við förum yfir torgið og brúna handan þess og lítum niður eftir skurðinum.
Á horninu er ein af bátastöðvum gondólanna og ómerktur aðgangur að frægðarhótelinu Europa e Regina. Hér sitja ræðararnir löngum stundum og spila meðan þeir bíða eftir viðskiptavinum

Næstu skref

E. Christianshavn

Borgarrölt, Kaupmannahöfn
Christianshavn, København

Gömul Kristjánshafnarhús og til hægri Christianskirke

Asiatisk Kompagni, København

Asiatisk Kompagni

Við eigum eftir að skoða eitt hverfi gamla bæjarins innan borgarmúranna. Það er Kristjánshöfn (Christianshavn) handan innri hafnarinnar. Þar er ýmislegt að skoða, svo að við fáum okkur leigubíl eða strætisvagn yfir Knippelsbro að horni Torvegade og Strandgade.

Fyrst lítum við til hægri inn í Strandgade, þar sem Kristjánskirkja (Christianskirke) frá 1755 hvílir fyrir enda götunnar, með smáhöllum á báðar hendur. Á horninu, á nr. 14, er gamla ráðhúsið í Kristjánshöfn.

Við förum í hina áttina og göngum Strandgade til norðurs. Okkur á vinstri hönd, andspænis Sankt Annægade, er höll Asiatisk Kompagni frá 1740, með minningum frá gullöldinni, þegar danski flotinn sigldi um heimshöfin og Danmörk var nýlenduveldi. Nú er utanríkisráðuneytið í höllinni.

Næstu skref

Vitgrannir ákafamenn

Fjölmiðlun

Efast um, að Hallgrímur Thorsteinsson hafi skilið stöðuna rétt. Að taka mark á Sigurði G. Guðjónssyni er of háll ís til að skauta á. Vinnubrögðin við yfirtöku voru ekki traustvekjandi og stuðuðu starfsmenn ritstjórnar. Hallgrímur átti að vita þetta. Hann er ágætlega menntaður í faginu og hefur langa reynslu. En nú situr hann í súpu Sigurðar og fær vart hnikað blaðamönnum. Reyndar er hann vel látinn, en er ekki maður erfiðra ákvarðana; hóflega hægri sinnaður, en mun ekki láta það flæjast fyrir sér. Yfirtökur eru kannski auðveldar í viðskiptalífinu, en alls ekki í fjölmiðlun. Svona fer, þegar vitgrannir ákafamenn halda annað.