4. San Marco – Teatro Fenice

Borgarrölt

Teatro Fenice

Teatro Fenice, Feneyjar

Teatro Fenice

Frægasta stofnun torgsins Campo San Fantin er óperuhúsið Fenice. Við skoðum leikhúsið nánar.

Elzta leikhús borgarinnar og ein þekktasta ópera veraldar brann í ársbyrjun 1996. Teatro Fenice var frá 1792, í fölskum endurreisnarstíl, fremur einfalt að utan en hlaðið skrauti að innan, í rauðgulu, rauðu og gullnu. Áhorfendastúkur voru á fimm hæðum í hálfhring kringum sviðið og gólfið. Við hlið leikhússins er hóte

lið La Fenice et des Artistes og veitingahúsið La Fenice í sama húsi.

Frægast er leikhúsið fyrir frumflutning sögufrægra óperuverka á borð við La Traviata eftir Verdi, Tancredi og Semiramis eftir Rossini, I Capuleti ed i Montecchi eftir Bellini, Rake’s Progress efir Stravinsky og Turn of the Screw eftir Britten. Mörg verk eftir Richard Wagner voru sýnd hér, enda bjó hann lengi í Feneyjum.

Snemma á 17. öld urðu Feneyjar óperumiðstöð Ítalíu og héldu þeirri forustu í þrjár aldir. Í Feneyjum hætti óperan að vera einkamál aðalsins og varð að almenningseign. Þar náði óperettuformið flugi. Þar var líka jafnan lögð meiri áherzla á tónlistarþátt óperunnar en víðast annars staðar. Á 19. öld frumflutti Giuseppi Verdi mörg verka sinna einmitt hér í Teatro Fenice.

Næstu skref