3. Cannaregio – Gesuiti

Borgarrölt
Tintoretto, Gesuiti, Feneyjar

Tintoretto, Gesuiti

Tiziano, Gesuiti, Feneyjar

Tiziano, Gesuiti

Gesuiti

Frá stöðinni göngum við bakkann til vesturs um 200 metra leið og beygjum til vinstri í Salizzada dei Specchieri, þar sem við komum að kirkjunni Gesuiti vinstra megin götunnar.

Ytra byrði kirkjunnar er í þunglamalegum hlaðstíl, enda er hún frá fyrri hluta 18. aldar.

Að innan skartar hún litskrúðugum marmara á veggjum og í súlum og ríkulegum veggfreskum í lofti. Tiziano og Tintoretto eru meðal höfunda altarismálverka í kirkjunni.

Næstu skref

19. San Polo – Campo della Pescheria

Borgarrölt
Pescheria, Feneyjar 2

Pescheria

Við göngum eftir Ruga degli Orefici og beint áfram Ruga degli Speziali, alls um 250 metra, að fiskmarkaðinum, þar sem við beygjum til hægri.

Fiskmarkaðurinn er í opnu höllinni Pescheria, götunni, sem liggur samsíða henni, Calle Beccarie, og til hægri á skurðbakkanum Campo della Pescheria. Í framhaldi af bakkanum til austurs er bakkinn Erberia, sem er ávaxta- og grænmetismarkaður, og þá erum við komin langleiðina til baka til Rialto-brúar.

Hér hefur aðalmarkaður Feneyja verið öldum saman. Mest er um að vera snemma morguns, þegar heimamenn kaupa í matinn. Um hádegisbilið lognast starfsemin út af.

Gaman er að skoða ferskt sjávarfangið, ótal tegundir fiska, skelja, krabba og smokkfiska. Þá eru fallegar breiðurnar af litskærum ávöxtum. Frá fiskmarkaðinum er farið um brú að dyrum veitingahússins Poste Vecie.

Við göngum úr austurenda Erberia milli San Giacomo di Rialto og Palazzo Camerlenghi og ljúkum þessari gönguferð við Rialto-brú.

Cannaregio

18. San Polo – Ruga degli Orefici

Borgarrölt

Ruga degli Orefici

Rugo degli Orefici, Feneyjar

Rugo degli Orefici

Við förum fyrir enda Rialto-brúar, sem við höfum skoðað í annarri gönguferð, og beygjum til vinstri inn í Ruga degli Orefici.

Hér við enda Rialto-brúar er helzta útimarkaðshverfi Feneyja. Það nær samfellt frá brúnni að fiskmarkaðinum í Pescheria, í götunum Ruga degli Orefici, Ruga degli Speziali, Calle Beccarie og Campo della Pescheria og ýmsum hliðarsundum. Næst brúnni eru mest vörur, sem höfða til ferðamanna, en næst fiskmarkaðinum fást matvörur heimamanna.

San Giacomo di Rialto

Næst brúnni, norðan megin götunnar er ein elzta kirkja borgarinnar, San Giacomo di Rialto.

Gotnesk kirkja frá 11. og 12. öld með upprunalegu súlnaporti við aðalinngang og upprunalegum klukkuturni.

Handan kirkjunnar gengur lítið torg út úr götunni. Þar er steinlíkneskið Gobbo frá 16. öld.

Næstu skref

 

17. San Polo – Riva del Vin

Borgarrölt

Sant’AponàlSant' Aponal, Feneyjar

Við förum af torginu um suðausturhorn þess tæplega 300 metra leið um Calle della Madonetta, Campiello Meloni og Calle Mezzo að torginu framan við Aponàl-kirkjuna.

Ekki lengur notuð sem kirkja, en þekkt fyrir gotneskar lágmyndir á stafninum.

Riva del Vin

Sant' Aponal, Feneyjar

Sant’ Aponal

Við förum til suðurs með stafni kirkjunnar og áfram eftir Calle dei Luganegher inn á Campo San Silvestro, þar sem við beygjum til vinstri inn í Rio terrà San Silvestro, sem sveigir til hægri út að Canal Grande, þar sem bakkinn heitir Riva del Vin. Alls er þetta tæpra 300 metra leið.

Við göngum bakkann í átt til Rialto-brúar.

Þetta er eini breiði bakkinn við Canal Grande, þar sem ferðamenn geta spókað sig og setið við sleitur á gangstéttar-veitingahúsi og fylgst með ferðum fólks um Rialto-brú og báta um Canal Grande. Maturinn á þessum veitingahúsum er ekki merkilegur, en ekki heldur tiltakanlega dýr.

Nafn bakkans stafar af því, að fyrr á öldum var víni skipað hér á land.

Við bakkann eru hótelin Marconi og Sturion. Í hliðargötu er veitingahúsið Alla Madonna.

Næstu skref

 

16. San Polo – Campo di San Polo

Borgarrölt

San Polo

Campo di San Polo, FeneyjarVið förum út á kirkjutorgið, yfir brú, beygjum til hægri eftir Fondamenta dei Frari, til vinstri eftir Rio Terra, til hægri eftir Calle Seconda dei Saoneri, til vinstri eftir Calle dei Saoneri, yfir brú og eftir Salizzada San Polo milli kirkju og kirkjuturns. Alls er þetta tæpra 500 metra leið.

Kirkjan San Polo er þekktust fyrir kirkjuturninn með rómönskum ljónum á hornunum. Sjálf kirkjan er frá ýmsum tímum, án stíls og samhengis.
Campo di San Polo

Við göngum út á torgið Campo di San Polo framan við kirkjuna.

Með stærri torgum borgarinnar, áður fyrr vettvangur grímuballa, nautaats og annarra hátíða. Á síðustu árum hefur það að nýju gerzt vettvangur kjötkveðjuhátíða.

Hversdagslega er það leikvöllur barna og unglinga, meðan barnapíur sitja á bekkjum undir skuggsælu laufskrúði trjánna á miðju torgi

Næstu skref

15. San Polo – Santa Maria Gloriosa dei Frari

Borgarrölt
Santa Maria Gloriosa di Frari, Feneyjar

Santa Maria Gloriosa di Frari

Titian, Frari, Feneyjar

Frari: Tiziano Vecellio

Santa Maria Gloriosa dei Frari

Við förum aftur út á torgið og kringum kirkjuna Santa Maria Gloriosa dei Frari.

Gotnesk risakirkja Fransiskusar-klausturs frá miðri 15. öld með málverkum eftir Bellini og Tiziano.

Í hliðarskipi vinstra megin við aðalinngang er gnæfrænn píramídi, minnisvarði eftir Canova um Tiziano. Róðubríkin framan við útskorinn, þriggja sætaraða munkakór, er skorin 1475 af Pietro Lombardo og Bartolomeo Bon.

Norðan kirkju er sagnfræðilega mikilvægt ríkisskjalasafn Feneyja í gamla klaustrinu. Þar eru tveir klausturgarðar, annar hannaður af Sansovino og hinn af Palladio.

Tiziano Vecellio

Við beinum athygli okkar að töflu meginaltaris kirkjunnar.

Tiziano var uppi 1490-1576, einn þekktasti málari endurreisnartímans. Hann lærði í Feneyjum af málurunum Giovanni Bellini og Giorgione, fór víða um Evrópu og málaði fyrir páfa, konunga og keisara.

Á efri árum málaði hann nokkur kirkjuleg málverk, þar á meðal altaristöfluna í Frari, sem sýnir himnaför guðsmóður.

Verk hans má meðal annars einnig sjá í listasafninu Accademia og í kirkjunum Gesuiti og Santa Maria della Salute.

Næstu skref

14. San Polo – Scuola Grande di San Rocco

Borgarrölt
Scuola Grande di San Rocco, Feneyjar 2

Scuola Grande di San Rocco, Tintoretto

Snúum okkur svo að glæsihöllinni sunnan torgsins.

Scuola Grande di San Rocco, Feneyjar

Scuola Grande di San Rocco

Scuola Grande di San Rocco var reist af endurreisnarstíls-arkitektinum Bartolomeo Bon 1515-1549 á vegum góðgerðaklúbbs, þekktust fyrir málverk Tintoretto.

Hann málaði loft- og veggmyndir í sali hallarinnar 1564-1587. Þær sýna róttæka notkun hans á samspili bjartra ljósa og dimmra skugga og róttæka notkun á litum og litaandstæðum. Í aðalsal neðri hæðar eru myndir úr lífi Maríu guðsmóður og í aðalsal efri hæðar eru myndir, sem sýna kraftaverk úr Gamla Testamentinu.

Málverkið af krossfestingu Krists í hliðarsal efri hæðar sýnir ofsafengna trúarlega innlifun.

Næstu skref

 

 

13. San Polo – San Rocco

Borgarrölt

Sestiere San Polo

Við förum aftur til Margherita-torgs og göngum úr norðurenda þess tæpra 100 metra leið yfir brú að kirkjunni San Pantalon. Við erum þar komin úr Dorsoduro hverfinu í San Polo hverfið.

Eitt fjörugasta hverfi borgarinnar, með útimörkuðum grænmetis og fiskjar í nágrenni Rialto-brúar og torgunum við kirkjurnar San Polo og Santa Maria Gloriosa dei Frari. Þetta er hverfi almennings, með þröngum og sveigðum húsasundum, þegar torgunum sleppir.

San Rocco, Feneyjar

San Rocco

Hér í nágrenninu er veitingahúsið Da Silvio.

San Rocco

Við höldum eftir Calle San Pantalon og síðan áfram eftir  Calle Scalater, yfir brú og eftir Sottoportico San Rocco, þar sem við komum inn á torgið Campo San Rocco, alls um 250 metra leið. Á vinstri hönd, við sunnanvert torgið, er hvít glæsihöll. Við lítum þó fyrst í kirkjuna, sem er vestan við torgið.

Bartolomeo Bon hannaði San Rocco 1489, en útlitið er frá 1765-1771. Í kórnum hýsir hún málverk eftir Tintoretto.

Þegar við höfum skoðað þrívíddar-ímyndarmálverk Fumiani í lofti 17. aldar kirkjunnar San Pantalon, förum við til vinstri úr kirkjunni.

Næstu skref

 

 

12. Dorsoduro – Campo di Santa Margherita

Borgarrölt
Campo Santa Margherita, Feneyjar

Campo Santa Margherita

Campo di Santa Margherita

Við höldum til baka eftir bakkanum að annarri brú, Ponte dei Pugni eða “Slagsmálabrú”, þar sem hefðbundið var fyrr á öldum, að klíkur fengju að slást. Við förum ekki yfir brúna, heldur beygjum til hægri eftir Rio terrà Canal og síðan til vinstri eftir Rio terrà della Scoazzera inn á stórt torg, Campo di Santa Margherita, alls rúmlega 300 metra leið.

Notaleg miðstöð mannlífs í vesturhluta Dorsoduro-hverfis, óreglulegt og þorpslegt torg, umkringt sérkennilegum verzlunum í 14. og 15. aldar húsum.

Santa Maria dei Carmini

Við göngum úr suðurenda torgsins að sundi milli kirkju og klausturs inn á torgið Campo dei Carmini og virðum fyrir okkur kirkjuna.

Santa Maria dei Carmini er 14. aldar kirkja, töluvert breytt á síðari öldum, með málverkum eftir Conegliano og Lotto.

Santa Maria & Scuola Grande di Carmini, Feneyjar

Santa Maria & Scuola Grande di Carmini

Scuola Grande di Carmini

Handan sundsins er klaustrið sjálft. Scuola Grande di Carmini.

Karmelítaklaustur, reist 1663, með níu loftmálverkum eftir Giambattista Tiepolo.

Nú er komi röðin að næsta hverfi, San Polo

Næstu skref

 

11. Dorsoduro – Ca’ Rezzonico

Borgarrölt
Putti í Ca Rezzonico, Feneyjar

Putti í Ca Rezzonico

Eftir að hafa litið inn í Calle dei Botteghe, göngum við til baka að brúnni, en beygjum þar til vinstri eftir Fondamenta Rezzonico, sem er 100 metra löng og liggur að hallarsafni við Canal Grande.

Baldassare Longhena reisti Ca’ Rezzonico í hlaðstíl á síðari hluta 17. aldar.

Hún er skarti búin að innanverðu, þétt skipuð málverkum, veggmyndum og forngripum. Danssalurinn liggur eftir endilangri annarri hæðinni, með gylltum ljósakrónum og þrívíddarmálverkum í lofti, svo og útskornum húsbúnaði. Nokkur stofuloft eru með veggfreskum eftir Giambattista Tiepolo.

Hún er núna minjasafn um Feneyjar 18. aldar. Þar eru meðal annars málverk eftir Pietro Longhi, Francesco Guardi, Canaletto og Giandomenico Tiepolo

Næstu skref

 

10. Dorsoduro – Campo San Barnaba

Borgarrölt

San Trovaso

San Trovaso, Feneyjar

San Trovaso

Við höldum áfram tæplega 200 metra eftir bakkanum, yfir næstu brú og til baka um 100 metra eftir hinum bakkanum, þar sem við komum að kirkjunni San Trovaso.

Reist 1590, með tveimur framhliðum, þekkt fyrir málverk eftir Tintoretto.

Hægra megin við altarið er litskært málverk hans af Tilbeiðslu vitringanna.

Campo San Barnaba

Calle del Botteghe, Feneyjar

Grímubúningabúð við Calle del Botteghe

Við snúum til baka til norðurs eftir skurðbakkanum og beygjum síðan til vinstri eftir Calle della Toletta, Sacca Toletta, Fondamenta Toletta og Sottoportego Casin yfir á torgið Campo San Barnaba. Alls er þetta um 500 metra leið.

Rólegt markaðstorg í miðju Dorsoduro. Í götunum í kring er töluvert um skemmtilegar verzlanir, þar sem meðal annars er hægt að kaupa minjagripi lægra verði en við helztu ferðamannastaðina. Í Calle dei Botteghe handan brúarinnar við kirkjustafninn er til dæmis ágæt grímubúð.

Skömmu áður en komið er að torginu er merkt leið um sund til veitingahússins Antica Locanda Montin. Frá torginu sjálfu er stuttur spölur til veitingahússins La Furatola

Næstu skref

 

9. Dorsoduro – Zattere

Borgarrölt

Zattere

Zattere, Feneyjar

Zattere

Við göngum út á lónsbakkann framan við kirkjuna.

Lónsbakkinn Zattere eftir endilangri suðurhlið hverfisins Dorsoduro, andspænis eyjunni löngu og mjóu, Giudecca, er vinsæll slökunar- og kaffidrykkjustaður í sólskini og sjávarlofti. Fyrr á öldum var bakkinn helzta salthöfn Evrópu.

Squero di San Trovaso

San Trovaso gondólaverkstæði, Feneyjar

San Trovaso gondólaverkstæði

Við höldum til vesturs 200 metra eftir bakkanum unz við komum að næstu brú, yfir Rio di San Trovaso. Við beygjum til hægri meðfram skurðinum, 100 metra eftir Fondamenta Nani. Handan skurðarins sjáum við gondólasmiðju.

 

Elzta gondólasmiðja borgarinnar, í húsakynnum, sem minna á Týról. Vinnusvæðið sést aðeins úr þessari átt, yfir skurðinn.

Næstu skref

 

 

8. Dorsoduro – Giambattista Tiepolo

Borgarrölt

Gesuati, Feneyjar 2

Gesuati

Við yfirgefum Accademia, göngum austur fyrir safnið og göngum Rio terrà Antonio Foscarini niður á lónsbakkann, rúmlega 300 metra leið. Þar er kirkjan Gesuati á hægri hönd.

Munkakirkja dóminíkana frá fyrri hluta átjándu aldar, mikið skreytt að innanverðu.

Þekktust er hún fyrir loftfreskur Giambattista Tiepolo með samspili ljóss og skugga. Í kirkjunni eru líka altarismyndir eftir Tintoretto og Tiziano.

Giambattista Tiepolo

Við athugum nánar loftmyndirnar eftir Tiepolo.

Svifstílsmálarinn Giambattista Tiepolo var uppi 1696-1770, meira en heilli öld á eftir Veronese, langsíðastur hinna frægu málara Feneyinga. Verk hans eru svanasöngur feneyskrar myndlistar. Hann naut mikillar hylli í heimaborg sinni, en vann einnig töluvert við erlendar hirðir, þar á meðal hjá Karli III Spánarkonungi.

Tiepolo notaði ljós og skugga eins og flestir fyrri málarar Feneyja, en lagði meiri áherzlu en aðrir á milt samspil pastel-lita. Loftfreskurnar í Gesuati eru dæmigerð verk hans, sem og málverkið af heilagri guðsmóður og englunum.

Verk eftir hann má meðal annars einnig sjá í safninu Accademia hér í nágrenninu, í kirkjunni San Polo og í söfnunum í Palazzo Labia og Ca’Rezzonico.

Næstu skref

7. Dorsoduro – Paolo Veronese

Ferðir
Accademia: Veronese, veizla í húsi Levi, Feneyjar

Accademia: Veronese, veizla í húsi Levi

Veronese er þriðji málarinn, sem við ræðum sérstaklega, keppinautur Tintoretto.

Veronese var uppi 1528-1588, einn helzti upphafsmaður svonefnds fægistíls, sem var lokaskeið endurreisnartímans í listum. Hann fæddist í Verona, en vann mest í Feneyjum. Myndir hans eru bjartar og afar litskrúðugar og sumar hverjar risastórar og flóknar, með raunsæjum smáatriðum. Meðal þeirra er Gestaboð í húsi Leví, risastórt málverk í Accademia.

Verk hans má sjá víðar í Feneyjum, meðal annars í hertogahöllinni og safninu í Ca’Rezzonico.

Næstu skref