4. Cannaregio – Strada Nova

Borgarrölt
Strada Nova, Feneyjar

Strada Nova

Frá kirkjunni göngum við til suðurs Campo dei Gesuiti, Salizzada Seriman, Salizzada larga Borgato og Rio terrà dei Santi Apostoli, um 500 metra nánast beina leið, beygjum til hægri í Calle larga dei Proverbi og til vinstri Salizzada del Pistor til Campo dei Santi Apostoli, alls tæpa 300 metra til viðbótar. Þar beygjum við til hægri inn í breiðgötuna Strada Nova.

Breiðgatan Strada Nova liggur í næstum beina línu samsíða Canal Grande að baki síkishallanna, frá Campo dei Santi Apostoli til Campo di Santa Fosca, 700 metra leið. Þetta er breiðasti og greiðfærasti hluti gönguleiðarinnar milli járnbrautarstöðvarinnar og Rialto-brúar, þétt skipuð verzlunum. Í nágrenni hans eru veitingahúsin A la Vecia Cavana og Vini da Gigio.

Nokkru vestar er annar greiður kafli, Rio terrà San Leonardo, og næst járnbrautarstöðinni er Rio terrà Lista di Spagna, þar sem mikið er af hótelum. Milli þessara kafla eru þrengri hlutar, en leiðin er alls staðar greinileg.

Þetta er hinn fjörlegi hluti hverfisins Cannaregio, mjög ólíkur hinum rólegu og friðsælu skurðbökkum, þar sem heimamenn sitja með veiðistengur sínar.

Næstu skref