Óhæfir embættismenn

Punktar

EMBÆTTISMENN verða að bregðast við, ef reglur, sem þeim eru settar, reynast mannfjandsamlegar. Verða að setja viðlagareglur til að liðka stöðuna. Þeir geta sent viðkomandi ráðuneyti ábendingu um vandann og lýst viðlagareglum sínum. Mótmæli ráðuneytið, tekur það ábyrgðina og embættismaðurinn getur tekið upp fyrra mannfjandsamlegt athæfi. Það gerir ekki Margrét Hauksdóttir, forstjóri Þjóðskrár. Lætur viðskiptamenn eltast við ný vegabréf til sýslumanna vítt um land, þótt þeir standi í afgreiðslu þjóðskrár og þeim liggi á afgreiðslu vegabréfs, sem þar liggur tilbúið. Nennir ekki að laga stöðuna. Svona óhæfir embættismenn koma óorði á ríkið og opinbera starfsemi.

14. Gamli miðbærinn – Kongens Nytorv

Borgarrölt
Pistolstræde, København

Pistolstræde

Við förum aftur út á Kjötmangarann, beygjum til vinstri og göngum þessa bílalausu viðskiptagötu í átt til Striksins. Ef við viljum skoða gömul “brunahús” frá 1728 við Gömlumynt (Gammelmønt), beygjum við til vinstri inn Klörubúðir (Klareboderne) og Möntergade og síðan til hægri í Gömlumynt. Úr henni beygjum við svo enn til hægri eftir Sværtegade og Kronprinsengade til Kjötmangarans.

Við höldum þar til vinstri eftir Kjötmangaranum yfir Silkigötu (Silkegade) niður á Strik, sem hér heitir Amákurtorg (Amagertorv). Þar beygjum við til vinstri eftir að hafa skoðað okkur um á torginu og ef til vill sezt niður á gangstéttarkaffihúsi.

Við göngum Strikið eftir Austurgötu (Østergade), sem er austasti endi hinnar frægu göngugötu. Við förum framhjá litlum þvergötum og Brimarhólmi, sem áður var nefndur í þessari leiðarlýsingu, og höfum auga með þröngu sundi, Pistolstræde, á vinstri hönd.

Af þessu sundi megum við ekki missa. Þar er margt skemmtilegt að skoða, einkum gömul bindingshús. Við göngum í vinkil, framhjá veitingastofunni Alsace (sjá bls. xx ) og komum úr sundinu í Nýju Austurgötu (Ny Østergade). Andspænis okkur er kaffistofan Victor. Við sjáum fallegt bindingshús á horni Nýju Austurgötu og Grænugötu (Grønnegade).

Grænagata er rétt að baki hins fína Kóngsins Nýjatorgs. Hér var áður eitt illræmdasta fátækrahverfi borgarinnar, fullt af tæplega manngengum sundum, sem voru engir þröngir vegir dyggðarinnar. Hér í Grænugötu ólst myndhöggvarinn Bertil Thorvaldsen upp við drykkjuskap föður og ósamlyndi foreldra.

Nýju Austurgötu göngum við til baka til Striksins, beygjum þar til vinstri og erum eftir andartak komin aftur að Kóngsins Nýjatorgi, nákvæmlega þeim stað, þar sem við hófum hringferðina.

Þetta hefur verið krókaleið um elzta hluta Kaupmannahafnar. Ekki þurftum við nauðsynlega að byrja ferðina og enda á torginu. Við gátum til dæmis byrjað á Ráðhústorgi eða hvar sem betur kynni að liggja við ferðum okkar.

Ef við erum ekki mjög gönguhraust, getum við líka skipt leiðinni í þrjá hluta. Í einum hluta hefðum við þá skoðað Brimarhólm og Hallarhólma og endað á torginu Hábrú við Strikið. Í öðrum hluta hefðum við skoðað kaupmannahverfið, byrjað á Hábrú og endað á Amákurtorgi. Í þriðja hluta latínuhverfið frá Amákurtorgi til Kóngsins Nýjatorgs. Í öllum tilvikum byrja ferðirnar og enda í nágrenni Kóngsins Nýjatorgs.

Næst er að skoða hverfið um Amalienborg.

Næstu skref

13. Gamli miðbærinn – Rundetårn

Borgarrölt
Garður og Rundetårn, København

Regensen & Rundetårn

Við hinn enda götunnar, vinstra megin, er stærsti og merkasti stúdentagarður götunnar, Garður (Regensen). Hann var reistur 1623-28, en brann að nokkru 1728. Frá þeim tíma eru rauðu tígulsteinsveggirnir, sem setja svip á húsið. Hér getum við gengið inn í portið og setzt um stund við linditréð.

Þegar við komum úr garðinum blasir við Sívaliturn (Rundetårn) handan Kjötmangarans (Købmagergade). Hann var reistur eins og fjöldi frægra húsa að tilhlutan Kristjáns IV konungs 1637-42. Turninn er í senn stjörnusko
ðunarstöð og kirkjuturn Þrenningarkirkju (Trinitatis Kirke), sem er hér að baki, fullbyggð 1656.

Rundetårn, København 2

Rundetårn

Sívaliturn er 36 metra hár og rúmlega 15 metra breiður. Upp hann liggur 209 metra löng snigilbraut, sem rússneska keisaraynjan Katrín ók einu sinni upp í hestvagni, meðan maður hennar, Pétur mikli, fór ríðandi . Upp hann liggur 209 metra löng snigilbraut. Þetta var 1716 og fara engar sögur af slíku framtaki hefðarfólks á síðari öldum.

Það er léttara að ganga upp Sívaliturn en aðra kirkjuturna, af því að brautin er slétt, en ekki í tröppum. Uppi er gott útsýni yfir þök og turna miðborgarinnar. Þar fáum við góða hugmynd um, hve þröngt er byggt innan gömlu borgarmúranna. Hvarvetna lítum við þétt húsþakahrjóstur.

Næstu skref

12. Gamli miðbærinn – Konsistoriet

Borgarrölt
Konsistoriet, København

Konsistoriet

Við förum yfir Norðurgötu og lítum inn í háskólaportið. Þar inni ríkir miðaldaró aðeins steinsnar frá nútímanum. Og þar er konsistoríið, einu leifar hins kaþólska biskupsseturs miðaldanna. Í kjallara þess hvíla sex hvelfingar í rómönskum stíl á granítsúlum.

Úr portinu beygjum við til hægri og göngum meðfram byggingum háskólans. Hér við Norðurgötu var Kannibalen, mötuneyti stúdenta. Nafnið bendir til, að þar hafi matur ekki verið góður. Við beygjum síðan enn til hægri fyrir háskólahornið og göngum Kristalsgötu (Krystalgade) framhjá vöruhúsi Daells að Fjólustræti (Fiolstræde), einni af göngugötum borgarinnar.

Á horninu er útsýni eftir Kristalsgötu til Sívalaturns, sem við munum skoða nánar síðar. Fyrst beygjum við krók til vinstri eftir Fjólustræti og þræðum milli torgsölutjaldanna til að grúska um stund í fornbókaverzlunum götunnar, en snúum síðan til baka suður götuna.

Bindingshús, København

Bindingshús á horni Fiolstræde og Krystalgade

Við tökum eftir fallegu, gömlu bindingshúsi á horni Fjólustrætis og Kristalsgötu og göngum framhjá háskólabókhlöðunni á hægri hlið, unz við komum aftur að Frúarkirkju, en í þetta sinn aftan að henni.

Við nemum staðar til að virða fyrir okkur kirkjuna og háskólann frá nýju sjónarhorni, áður en við beygjum til vinstri inn Stóra Kanúkastræti (Store Kannikestræde), götu stúdentagarðanna. Við erum hér í hjarta Latínuhverfisins, í götunni, sem stúdentar gengu löngum milli Garðs og skóla.

Við þessa götu hafa flest hús áratugum og öldum saman verið beint eða óbeint tengd stúdentum og starfi háskólans. Hér eru frægir stúdentagarðar á báðar hendur, Borchs Kollegium á nr. 12, Ehlers Kollegium á nr. 9 og Admiral Gjeddes Gård á nr. 10. Við lítum andartak inn í friðsælan garð Borchs Kollegium til að fá snertingu við gamlan tíma.

Næstu skref

11. Gamli miðbærinn – Vor Frues Kirke

Borgarrölt
Jarmers Plads, København 2

Jarmers Plads

Eftir að hafa virt fyrir okkur hinn samfellda straum fólks og bíla um þetta önnum kafna torg, höldum við í átt frá ráðhúsinu eftir Vesturvegg (Vester Voldgade) yfir Stúdíustræti (Studiestræde) að Jarmerstorgi.
Þar á miðju torgi má sjá leifar turns frá 1528 úr hinum gamla borgarmúr, er lá, þar sem nú er Vesturveggur, Norðurveggur (Nørrevoldgade) og Austurveggur (Øster Voldgade).

Bispegården, Univeristet & Vor Frues Kirke, København

Frá vinstri Bispegården, Univeristet & Vor Frues Kirke

Við förum Vesturvegg til baka að Stúdíustræti og beygjum þar til vinstri. Þar hefur fornbókaverzlunum fækkað, en þó má enn sjá bókakassa úti á stétt. Ef við getum stillt okkur um að eyða tíma í að róta í kössunum, erum við von bráðar komin yfir Larsbjörnsstræti út á Norðurgötu (Nørregade), þar sem við beygjum til vinstri.

Hér á horninu er Biskupsgarður, sem einu sinni var ráðhús Kaupmannahafnar. Handan götunnar rís hin kuldalega Frúarkirkja (Vor Frue Kirke), dómkirkja borgarinnar, endurreist 1811-29 eftir fallstykkjahríð brezka flotans 1807. Kirkjan er kunnust fyrir listaverk Thorvaldsens innan dyra.

Við sjáum háskóla Kaupmannahafnar snúa framhlið að stjórnborða kirkjunnar handan Norðurgötu. En hérna megin götunnar er “brunahús” frá 1728 á nr. 13. Og á horni Norðurgötu og Pétursgötu (Sankt Petersgade) sjáum við elztu kirkju borgarinnar, Sankti Péturskirkju. Hennar er fyrst getið í heimildum 1304. Hún hefur margsinnis verið endurreist eftir bruna.

Næstu skref

10. Gamli miðbærinn – Rådhuspladsen

Borgarrölt

Síðan göngum við norður af torginu eftir stytztu götu borgarinnar, er ber hið virðulega nafn Keisaragata (Kejsergade).

Rådhuset, København

Rådhuset

Fyrst lítum við til hægri eftir Skinnaragötu (Skindergade) til að sjá fornlega götumynd, áður en við höldum götuna til vinstri. Hún liggur út að Gamlatorgi og síðan áfram undir nafninu Vesturgata (Vestergade) í mjúkum sveigjum alla leið að Ráðhústorgi (Rådhuspladsen). Hin virðulegu hús við Vesturgötu eru flest frá því um 1800.

Á torginu blasir ráðhúsið við til vinstri, frægt af myndum, en ekki að sama skapi stílhreint. Það var byggt 1892-1905 í svonefndum sögustíl, sem stældi endurreisnarstíl norðurítalskra borga og þótti mikið hneyksli á sínum tíma.

Höfuðprýði ráðhússins er raunar heimsklukka Jens Olsen innan við aðaldyrnar. Hún sýnir margs konar tíma og gang himintungla, einstæð í sinni röð í heiminum.

Næstu skref

9. Gamli miðbærinn – Gråbrødretorv

Borgarrölt

Latínuhverfið

Eftir skoðun Heilagsandahúss liggur leið okkar áfraGråbrødretorv, Københavnm Hemmingsensgade upp á Grábræðratorg (Gråbrødretorv). Nafn þess minnir á Fransiskusar-munkana, er bjuggu við torgið. Hér í kjallara á nr. 11 og 13 hafa fundizt leifar sjálfs klausturs þeirra, þar sem nú er veitingastofan Bøf & Ost.

Grábræðratorg er ennfremur mannlegasta torg borgarinnar, lokað bílum, en í þess stað iðandi af fólki. Hér sitja hinir ungu úti og hlusta á hljómlist eða stinga sér niður í einn hinna mörgu veitingakjallara, sem einkenna torgið.

Nú er gamla kaupmannahverfið að baki og við erum komin inn í háskólahverfið eða Latínuhverfið eins og það hefur verið og er venjulega kallað.

Grábræðratorg er þægilegt anddyri þessa hverfis, sem öldum saman hefur ómað af söng og skálaglammi.

Þess vegna skulum við hvílast hér um sinn á torginu og virða fyrir okkur átjándu aldar húsin, máluð sterkum litum.

Næstu skref

8. Gamli miðbærinn – Helligåndskirken

Borgarrölt

Gammeltorv

Við beygjum til hægri eftir Ráðhússtræti (Rådhusstræde) upp á Nýjatorg (Nytorv) og Gamlatorg (Gmmeltorv). Þessi torg voru áður fyrr miðstöð daglega lífsins í Kaupmannahöfn. Enn er fjörugt hér, en eingöngu vegna þess, að Strikið liggur þvert í gegn.

Gammeltorv, København

Gammeltorv

Bæjarþing voru háð á Gamlatorgi. Ráðhúsið var á mótum torganna efst á Nýjatorgi fram að brunanum 1795. Þá var það ekki endurreist á sama stað. Torgin voru í staðinn sameinuð í eitt og mynda nú langan ferhyrning með virðulegum húsum á alla vegu.

Hér héldu konungar burtreiðar til að skemmta lýðnum. Hér voru framkvæmdar hýðingar og aftökur, lýðnum bæði til viðvörunar og skemmtunar. Hér var auðvitað gapastokkurinn og svartholið. Hér var bjórsala borgarráðsmanna í Ráðhúskjallaranum. Hér komu fram farandtrúðar og -listamenn. Hér var húllum og hér var hæ.

Nú er neðst til vinstri við Nýjatorg dómhús Kaupmannahafnar. Á miðju Gamlatorgi er eitt elzta augnayndi borgarinnar, brunnurinn frá 1608-10. Þar eru gulleplin látin skoppa á konunglegum afmælisdögum. Og hér á torginu eru sæti, svo að við getum fengið okkur kaffi eða öl og horft á fólksstrauminn fara hjá.

Helligåndshuset

Helligåndshuset,København

Helligåndshuset

Við beygjum síðan norður Strikið, fyrst eftir Nýjugötu (Nygade), síðan Vimmelskaftet, unz við komum að Heilagsandakirkju (Helligåndskirken) á mörkum Amákurtorgs (Amagertorv), endurreistri 1730-32 eftir borgarbruna. Við göngum hjá kirkjunni og beygjum til vinstri inn Hemmingsensgade til að skoða Heilagsandahúsið að baki kirkjunni.

Það er sambyggt kirkjunni og er eitt allra elzta mannvirki Kaupmannahafnar, reist um miðja 14. öld. Það var upprunalega sjúkrastofa Ágústínusarklausturs, er þarna var á kaþólskum tíma.

Næstu skref

7. Gamli miðbærinn – Snaregade & Magstræde

Borgarrölt

Kaupmannabærinn

Þegar við komum úr safninu, beygjum við til vinstri framhjá Hæstarétti Danmerkur og aftur til vinstri milli safns og Hallarkirkju Kristjánsborgar og komum út á síkisbakkann. Handan síkis sjáum við húsaröðina við Gömluströnd (Gammel Strand), sem við munum senn kynnast nánar.

Við förum til vinstri yfir Hábrú (Højbro) og virðum fyrir okkur framboð og ferskleika þess, sem fiskisölukonan við brúarsporðinn hefur á boðstólum. Síðan förum við inn á Højbro plads og skoðum styttuna af Absalon biskupi, stofnanda Kaupmannahafnar, og fögur, gömul hús á nr. 6, 9 og 17-21.Snaregade, København
Héðan er ágætt útsýni til baka, til Hólmsinskirkju, Kauphallar, Kristjánsborgar, Hallarkirkju og Thorvaldsenssafns. Hér er líka skammt til góðra fiskréttahúsa, ef við erum sein fyrir og hádegissultur farinn að segja til sín. Vinstra megin, í kjallara hornhússins á Ved Stranden 18 og Fortunstræde, er Fiskekælderen. Hægra megin, á Gömluströnd, eru Fiskehuset og Kroghs.

Við göngum einmitt Gömluströnd meðfram síkinu og virðum fyrir okkur hin gömlu hús, einkum Frænda (Assistenshuset) frá 1728, aðsetur menntamálaráðuneytisins, við hinn enda götunnar. Hægra megin þess förum við inn í skemmtilega þorpsgötu, hlaðna rómantík fyrri tíma. Þetta er Snaragata (Snaregade), mjó og undin, með gömlum kaupsýsluhúsum á báða vegu. Á nr. 4 er veitingastaðurinn Esbern Snare.

Við erum komin inn í hina gömlu KaupmannahöfnMagstræde, København borgarastéttarinnar, kaupmanna og iðnaðarmanna. Hér heita margar götur eftir gömlum einkennisstörfum þeirra, Skindergade, Vognmagerstræde, Farvergade, Brolæggerstræde og Læderstræde. Ein heitir Hyskenstræde eftir húsum, “Häuschen”, þýzkra Hansakaupmanna.

Á mótum Snaragötu og Magstræde göngum við spölkorn til hægri inn í Knabostræde að gatnamótum Kompagnistræde, bæði til að drekka í okkur meira af gömlum tíma og til að fá útsýni til Frúarkirkju, sem við munum skoða nána
r síðar. Förum síðan Knabostræde til baka og beygjum til hægri í Magstræde.

Þetta er önnur dæmigerð gata gamla tímans í Kaupmannahöfn. Húsin nr. 17 og 19 eru af sumum talin vera elztu hús borgarinnar. Á nr. 14 er Huset, sem er eins konar klúbbur eða félagsmálamiðstöð ungra Kaupmannahafnarbúa.

Við förum ekki óðslega hér í gegn, því að Snaragata og Magstræde eru sennilega þær götur, sem bezt hafa varðveitt andrúmsloft gamalla tíma. Vindingur þeirra veldur því, að við sjáum ekki til nútímalegri gatna og stöndum því hér eins og í lokuðum heimi.

Næstu skref

6. Gamli miðbærinn – Thorvaldsens museum

Borgarrölt

Nybrogade

Gömul hús við Nybrogade, København

Gömul hús við Nybrogade

Ef við höfum ekki hug á þessum söfnum að sinni, beygjum við síkisbakkann til hægri frá Marmarabrú og förum aftur yfir næstu brú út á Hallarhólma. Þar göngum við síkisbakkann í átt til Thorvaldsensafns og vi
rðum fyrir okkur húsin við Nybrogade, handan síkis.

Þar er húsið nr. tólf eitt glæsilegasta svifstílshús borgarstéttar gamla tímans í Kaupmannahöfn, ríkulega skreytt sandsteini. Og húsin nr. 14-20 eru dæmigerð “brunahús” með kvistgöflum í hlaðstíl, reist eftir brunann 1728. Í nr. 18 er hádegisverðarstofan Nybro.

Thorvaldsen Museum, København

Thorvaldsen Museum

Næst liggur leið okkar í Thorvaldsen museum, byggt 1839-48 yfir listaverk og minjar, sem frægasti myndhöggvari danskrar og íslenzkrar ættar, Bertel Thorvaldsen, gaf dönsku þjóðinni. Mest er þar um hvít og virðuleg, nýklassisk verk úr grískri goðafræði.

Næstu skref

5. Gamli miðbærinn – Nationalmuseet

Borgarrölt
Christiansborg, København

Christiansborg

Andspænis Týhúsinu er hesthús konungs og við förum inn sund milli þess og Þjóðþings. Við okkur blasir paðreimur Kristjánsborgar í skjóli hallar á alla vegu.

Í framhaldi af honum er innri hallaragarðurinn, þaðan sem hægt er að fara í skoðunarferðir um veizlusali hallarinnar. Ennfremur um fornleifar kastala Absalons. Af skeiðvellinum er gengið inn í leiklistarsafnið, sem er til húsa í hirðleikhúsi Kristjánsborgar.

Nationalmuseet

Nationalmuseet, København

Nationalmuseet

Við göngum frá höllinni af skeiðvellinum út á Marmarabrú (Marmorbro). Á hinum bakkanum vinstra megin er hádegisverðar-kjallarinn Kanal Caféen við Frederiksholms Kanal 18.

Andspænis okkur hægra megin er eitt elzta og stærsta þjóðminjasafn heims, Nationalmuseet, í Prinsens Palæ. Í húsinu eru níu söfn. Hér eru sýndir danskir og erlendir forngripir, myntir og ótalmargt fleira.

Við getum litið á safnið, gengið inn frá Ny Vestergade í framhaldi Marmarabrúar. Við getum líka haldið áfram götuna og yfir Dantes Plads, þar sem blasir við Glyptoteket, eitt af meiriháttar söfnum Evrópu á sviði fornlistar Egypta, Grikkja og Rómverja.

Næstu skref

4. Gamli miðbærinn – Rigsdagsgården

Borgarrölt

Rigsdagsgården

Við yfirgefum umferðargný torgsins og förum göngin milli hallar til hægri og ríkisskjalasafns til vinstri og komum inn í Þjóðþingsport (Rigsdagsgården). Þar er til hægri voldugt anddyri Þjóðþingsins. Við beygjum hins vegar til vinstri inn fyrstu göng og erum komin inn í rósagarð  Kongelige bibliotek, Konunglegu bókhlöðunnar.

Det kongelige Bibliotek, København

Det kongelige Bibliotek

Hér ríkir friður og ró, aðeins steinsnar frá ys og þys nútímans. Við hvílumst um stund á bekk, andspænis styttu heimspekingsins Søren K
ierkegård, sem sómir sér vel á þessum stað. Við virðum fyrir okkur Ríkisskjalasafnið að baki, Týhúsið (Tøjhuset) til hægri, Konunglega bóksafnið framundan og Próvíanthúsið  (Proviantgården) til vinstri.

Tyhuset, København

Tøjhuset

Þar sem þessi garður er nú, var áður herskipahöfn konunga Danmerkur. Þá voru vistageymslur flotans í Próvíanthúsinu og aðsetur lífvarðar konungs í Týhúsinu. Það hús lét Kristján IV konungur reisa 1598-1604. Nálægðin við Kristjánsborg sýnir, hve mikilvægt var konunginum að hafa flotann undir handarjaðrinum.

Eftir hvíldina förum við aftur út í Þjóðþingsport og beygjum þar til vinstri að anddyri Týhússins. Þar var 1928 komið upp merku vopnasafni, þar sem mest áberandi eru margir tugir, ef ekki hundruð, fallstykkja frá fyrri tímum.

Næstu skref

3. Gamli miðbærinn – Christiansborg

Borgarrölt
Børsen & Christiansborg, København

Børsen til vinstri & Christiansborg

Slotsholmen

Við látum duga snögga heimsókn og höldum áfram Hafnargötu út að síkinu. Nú verða senn kaflaskil á göngu okkar. Við yfirgefum Brimarhólm og erum senn komin út á Hallarhólma, Slotsholmen, þá eyju, sem öldum saman hefur verið pólitísk þungamiðja Danmerkur. Við nemum staðar á Kauphallarbrú (Børsbroen).

Børsen

Framundan sjáum við Kauphöllina (Børsen), handan brúarinnar, reista í hollenzkum fægistíl 1619-40 að tilhlutan Kristjáns IV konungs. Kauphöllin er ríkulega skreytt, bæði innan dyra og utan. Mesta athygli okkar vekur turnspíran mikla, ofin saman úr fjórum drekasporðum.

Christiansborg

Við beygjum af brúnni til vinstri, förum í kringum Kauphöllina og göngum eftir Hallarhólmagötu (Slotsholmsgade) út á hallartorg Christiansborg, Kristjánsborgar. Framhlið hennar blasir við okkur. Að baki styttunnar af Friðriki VII konungi eru svalirnar, þar sem Margrét II Þórhildur drottning var hyllt við valdatöku.

Núverandi Kristjánsborg var reist 1907-28 eftir hallarbrunann 1884. Hún er klædd marglitu graníti frá Borgundarhólmi og ber ógrynni af kopar á þaki, eins og svo margar hallir borgarinnar. Hún hefur að geyma hæstarétt Danmerkur, þjóðþing Dana, svo og hluta utanríkisráðuneytis og veizlusali konungs og ríkisstjórnar.

Undir höllinni hafa fundizt leifar af fyrsta kastala Kaupmannahafnar, borg Absalons erkibiskups frá 12. öld. Á þeim grunni voru síðan reistar konungshallir Dana, allt til hallarbrunans 1794, er heimkynni konungs voru flutt úr rústum Kristjánsborgar til fjögurra halla Amalíuborgar.

Meðan konungar sátu í Hróarskeldu (Roskilde) höfðu völdin hér arftakar Absalons biskups. Á 15. öld komst borgin í hendur Danakonunga. Þeir tóku þá sæti biskupa á Hallarhólma. Og loks á tíma lýðræðis tóku þingmenn og ráðherrar sæti konungs. Hallarhólmi hefur þannig staðið af sér allar veltur stjórnmálasögunnar.

Ekki voru Kaupmannahafnarbúar alltaf jafn uppnæmir fyrir konungi og hirð. Höllin stendur að hluta, þar sem áður voru öskuhaugar borgarinnar, Skarnholmen. 1650 neyddist konungur til að gefa út tilskipun um bann við, að borgarbúar notuðu nafnið Skarnhólma yfir Hallarhólma.

Næstu skref

2. Gamli miðbærinn – Holmens kirke

Borgarrölt

Brimarhólmur

Við röltum til hægri framhjá Hvíti (Hviids Vinstue), yfir Litlu Kóngsinsgötu (Lille Kongensgade), framhjá Mjóna (Stephan á Porta) og höll vöruhússins Magasin du Nord, þar sem áður var sögufrægt hótel, Hótel du Nord, og beygjum til hægri í Víngarðsstræti (Vingårdstræde).

Hér við hægri hlið götunnar er falið í kjallara matarmusterið Kong Hans (sjá bls.23). Við förum ekki þangað svo snemma dags, heldur göngum áfram út að Brimarhólmi (Bremerholm), sem áður var illræmdur og hét Hólmsinsgata (Holmensgade).

Við erum komin í hverfi, sem að stofni til er frá árunum eftir borgarbrunann 1795. Á síðustu árum hafa mörg hinna gömlu húsa verið rifin og ný reist í staðinn, svo að gamli heildarsvipurinn er horfinn. Við getum kíkt inn í sumar litlu og gömlu hliðargöturnar, áður en við höldum til vinstri niður Brimarhólm.

Í gamla daga var þetta þröng gata með öldur- og vændishúsum á báða vegu. Sukkinu var útrýmt héðan með gömlu húsunum og flutt til Nýhafnar fyrst og síðan Istedgade. Nú ríkir hér siðprýðin ein, en hvorki tangur né tetur af fornri frægð.

Við höldum þvert yfir Hólmsinssíki (Holmens Kanal), sem áður var eitt af síkjum borgarinnar, og göngum eftir Hafnargötu (Havnegade) inn á hinn forna Brimarhólm. Þar var áður fyrr skipasmíðastöð konungs og flota. Vinnuaflið var fengið úr þrælakistu Brimarhólms, þar sem geymdir voru lífstíðarfangar.

Holmens Kirke, København

Holmens Kirke

Danmörk var mikið flotaveldi á fyrri tímum. Veldi konungs byggðist mest á flotanum, sem hér var smíðaður, nánast undir glugggum konungshallar Kristjánsborgar. Í eina tíð réð þessi floti öllum Norðurlöndum og í ann
an tíma teygði hann arma sína til fjarlægra heimsálfa.

Á hægri hönd okkar er Hólmsinskirkja (Holmens Kirke), upprunalega reist sem akkerasmiðja skipasmíðastöðvarinnar 1563. Þessa gömlu smiðju í endurreisnarstíl lét hinn mikli byggingastjóri, Kristján IV konungur, dubba upp í kirkju fyrir flotann 1619. Síðan hefur kirkjan nokkrum sinnum verið endurbyggð og lagfærð.

Næstu skref

Dólgarnir vaða uppi

Punktar

Fjárlagafrumvarpið einkennist af minni skattbyrði hinna ríkustu. Rýrir velferð almennings og minnkar niðurgreiðslur skulda. Um leið er það munurinn á velferð og dólgafrjálshyggju. Dólgarnir gefa skít í sjúklinga, öryrkja, lágtaxtafólk og einstæðar mæður. Og líta á skuldir sem tímabundinn vanda, sem hverfi, hókus pókus. Dólgafrjálshyggja rekur óábyrg fjármál, en það gerir félagshyggja ekki, þvert á það sem margir halda. Með sama áframhaldi verður jafnerfitt að moka skítinn eftir bófana og það var eftir hrunið mikla. Sem þeir kalla „svokallað hrun“. Þið fíflin kusuð þessa dólga og spilltuð þannig líminu í samfélaginu.