Dólgarnir vaða uppi

Punktar

Fjárlagafrumvarpið einkennist af minni skattbyrði hinna ríkustu. Rýrir velferð almennings og minnkar niðurgreiðslur skulda. Um leið er það munurinn á velferð og dólgafrjálshyggju. Dólgarnir gefa skít í sjúklinga, öryrkja, lágtaxtafólk og einstæðar mæður. Og líta á skuldir sem tímabundinn vanda, sem hverfi, hókus pókus. Dólgafrjálshyggja rekur óábyrg fjármál, en það gerir félagshyggja ekki, þvert á það sem margir halda. Með sama áframhaldi verður jafnerfitt að moka skítinn eftir bófana og það var eftir hrunið mikla. Sem þeir kalla „svokallað hrun“. Þið fíflin kusuð þessa dólga og spilltuð þannig líminu í samfélaginu.