Þjóðleiðir

Gyrðisbrekka

Frá Stóra-Laugardal í Tálknafirði um Gyrðisbrekku til Kirkjubóls í Fífustaðadal í Arnarfirði.

Efsti kaflinn í skarðinu er brattur og þar er stundum skafl fram á sumar. Hestar hafa orðið að renna sér þar á rassinum.

Landið er stórbrotið og mikið útsýni af skarðinu.

Förum frá Stóra-Laugardal inn og norður Fagradal, fyrst austan ár og síðan vestan og inn í Hosuhvilft. Norðvestur og upp Vatnabrekku. Síðan norðvestur í Gyrðisbrekkuskarð í 570 metra hæð og síðan norður og niður Gyrðisbrekku. Við höldum áfram norður um Tungur og norðnorðaustur um Fífustaðadal að þjóðvegi 619 við Kirkjuból.

13,0 km
Vestfirðir

Erfitt fyrir hesta
Mjög bratt

Nálægar leiðir: Tálknafjarðarvegur, Krókalaut.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Gyltuskarð

Frá Litla-Vatnsskarðsleið sunnan Víðidals um Gyltuskarð að Reynistaðarrétt í Skagafirði.

Bratt er úr Víðidal upp í Gyltuskarð, sem er vinalegt og vel gróið, þrátt fyrir hæðina. Bugðóttur slóðinn liggur um Staðarsel, gamalt sel frá Reynistaðarklaustri. Mikið útsýni yfir Skagafjörð er af austurbrún skarðsins sunnan Staðaraxlar.

Byrjum á Litla-Vatnsskarðsleið sunnan við Víðidal og norðan við Þúfnavelli. Sú leið liggur frá Refsstöðum í Laxárdal til Sauðárkróks. Förum skáhallt norðnorðaustur fjallið upp í Gyltuskarð í 470 metra hæð. Síðan austur eftir skarðinu sunnan undir Stakkfelli og Staðaröxl. Að lokum austur sneiðinga um brekkurnar niður að Reynistaðarrétt.

13,4 km
Húnavatnssýslur

Skálar:
Þúfnavellir: N65 38.330 W19 49.480.

Nálægar leiðir: Litla-Vatnsskarð.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort

Gunnarsskarð

Frá Ólafsvörðu í Breiðdal um Gunnarsskarð til þjóðvegar 96 í Stöðvardal.

Algeng leið milli byggða.

Byrjum við Ólafsvörðu við þjóðveg 1 í Breiðdal. Förum norðaustur að Árnastöðum og áfram norðaustur og upp með Selá í Gunnarsskarð milli Gunnarstinds að vestan og Kistufjalls að austan. Síðan norður og niður brattann og norðaustur brekkurnar niður í Stöðvardal. Þaðan með Stöðvará suðaustur að þjóðvegi 96 í Stöðvardal.

12,7 km
Austfirðir

Nálægar leiðir: Stöðvarskarð, Fossdalsskarð, Fanndalsskarð.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Breiddalur.is

Gullvegurinn

Frá Helluvaði að Arndísarstöðum.

Sýnishorn af hinum frægu þingeysku heiðum. Hluti gamallar þjóðleiðar frá Mývatnssveit til Akureyrar. Leiðin er sæmilega þurr, liggur um móa og þéttar mýrar milli rústa eyðibýla á Fljótsheiði. Hét upprunalega Akureyrarvegur, en er oftast kölluð Gullvegur, því að umboðsmaður John Coghill sauðakaupmanns glataði hér gullpeningasjóði, sem ekki hefur fundizt. Eða þóttist glata honum. Víða hefur vegurinn verið upphlaðinn og er með steinhleðslum í ræsum. Á þessari leið eiga engir bílar að geta verið á ferð. Jeppamenn hafa þó farið hér og eyðilagt forn ræsi með því að pressa þau saman.

Byrjum á afleggjara af þjóðvegi 1 til Stangar í Mývatnssveit rétt áður en komið er niður að Laxá. Um 500 metra frá þjóðvegi 1 beygjum við frá Stangar-afleggjaranum beint til vesturs eftir greinilegri reiðslóð upp hlíðina. Þessari slóð fylgjum við alla leið í Arndísarstaði í Bárðardal, að mestu í 300 metra hæð. Á vegi okkar verða nokkur eyðibýli og þverslóðir sem liggja norður og suður. Við eyðibýlin Laugasel og Stafnsholt förum við yfir lækjargróf. Við förum um tún í Stafnsholti og síðan um Holtsmóa, rétt norðan við eyðibýlið Brenniás. Við Kálfborgarás förum við um mýrar milli Kálfatjarna og sveigjum síðan til norðurs eftir Kálfborgarási. Þegar við komum norður að Arndísarstaðabungu, sveigjum við til vesturs undir bungunni og förum um sneiðinga niður í Bárðardal sunnan við Arndísarstaði.

24,1 km Þingeyjarsýslur

Nálægir ferlar: Sandvatn, Engidalur
Nálægar leiðir: Heiðarsel, Fljótsheiði, Fosselsskógur, Kinnarfell.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson og Herforingjaráðskort

Gullfoss

Frá Jaðri og Tungufelli að Gullfossi að austanverðu og til baka aftur.

Hestamenn og göngufólk eiga kost á óvenjulegu sjónarhorni á Gullfoss með því að fara upp Hreppa með Hvítá austanverðri.

Förum frá Jaðri norður með Tungufelli vestanverðu, austan við eyðibýlið Stekkjartún og síðan um Flataskóg og Kálfhaga og loks um Gullfossgrjót að Gullfossi að austanverðu. Til baka má fara austur um eyðibýlið Hamarsholt að fjallveginum upp Tungufellsdal og fara þann veg til baka að Tungufelli og Jaðri. Einnig má fara jeppaslóð norðan við Tungufell að fjallveginum.

4,4 km
Árnessýsla

Nálægir ferlar: Hrunamannaafréttur, Fagridalur.
Nálægar leiðir: Hrunamannahreppur, Tungufellsdalur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Gufudalsháls

Frá Gufudal í Gufufirði um Gufudalsháls að Galtará í Kollafirði.

Var fyrrum hluti þjóðleiðarinnar um Barðastrandarsýslu, en nú liggur þjóðvegurinn út fyrir Skálanes. Á heiðarbrúninni Kollafjarðarmegin er stór grænleitur steinn, Gullsteinn. Undir honum eiga að vera gull og gersemar. Aðeins neðar í hlíðinni er varða hlaðin ofan á kletti. Hún heitir Gvendaraltari eftir Guðmundi biskup góða.

Förum frá Gufudal vestur frá kirkjunni að vörðu í hlíðinni. Síðan um sneiðinga í Götugili upp á Gufudalsháls í 380 metra hæð. Síðan vel varðaða leið vestur af hálsinum um Gvöndaraltari og um marga og bratta sneiðinga við Gullstein og meðfram Galtará vestur og niður í Kollafjörð norðan Galtarár.

4,1 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Gróunes.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Gufá

Frá Laxholti á Mýrum um Gufá til Grenja á Mýrum.

Förum frá Laxholti norður með Gufuá til Valbjarnarvalla og beygjum þar um eyðibýlið Litlafjall vestur að Grenjum.

10,2 km
Borgarfjörður-Mýrar

Nálægir ferlar: Mýravegur, Sópandaskarð.
Nálægar leiðir: Valbjarnarvellir.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Guðlaugstungur

Frá Hveravöllum að Ströngukvíslarskála.

Gamla leiðin um sæmilega gróna víðáttu Eyvindarstaðaheiðar milli Hveravalla á Kili og Skagafjarðar er fjölfarin nú sem endranær. Fyrirtæki í hestaferðum nota þessa leið mikið. Á sumrin fara hér nokkrir hópar með erlenda ferðamenn og stóran hrossarekstur nokkrum sinnum í viku. Farið er um grónar tungur og um vöð á helztu kvíslum Blöndu, einni af annarri. Hér skiptast á mýrar og velgrónir móar, notalegt afréttarland. Sums staðar eru flár með kargaþýfi og voldugum þúfnarústum. Reiðvegurinn liggur um móa, er þurr og vel fær. Hann er einnig notaður af jeppum.

Förum frá Hveravöllum í 640 metra hæð vestur og norður með hestagirðingunni eftir greinilegri slóð, sem liggur nánast hánorður alla leiðina. Við förum yfir þjóðveg 35 hjá brúnni yfir Seyðisá, í 570 metra hæð. Höldum áfram reiðslóðina norður með ánni að austanverðu. Komum að ströngu og stórgrýttu vaði á meginkvísl Blöndu. Síðan áfram norður yfir þægilega Svörtukvísl og Herjólfslæk og loks að vatnsmeiri Ströngukvísl. Leiðin liggur um Biskupstungur, Svörtutungur og Guðlaugstungur. Loks er hægt að fylgja jeppaslóðinni, fara yfir Ströngukvísl á brú og fylgja þaðan heimreið að Ströngukvíslarskála. Eða beygja á Draughálsi til austurs eftir slóð að vaði yfir kvíslina neðan við Ströngukvíslarskála. Hér er myndarlegur skáli í 540 metra hæð, með góðri gistingu. Við erum komin í Ásgeirstungur.

25,2 km
Húnavatnssýslur

Erfitt fyrir göngufólk

Skálar:
Hveravellir: N64 51.960 W19 33.260.
Hveravellir eldri: N64 52.013 W19 33.756.
Strangakvísl: N65 01.958 W19 25.899.

Jeppafært

Nálægir ferlar: Þjófadalir, Stélbrattur, Haugakvísl.
Nálægar leiðir: Svartárbotnar, Hanzkafell, Krákur, Skiptamelur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson

Grænuvötn

Frá Miðgrund í Blönduhlíð um Kattárdal og Grænuvötn og Grjótárdal að Reykjum í Hjaltadal.

Leiðin er ekki fær hestum. Hún er einn af allra hæstu fjallvegum landsins, 1240 metrar.

Förum frá Miðgrund austur að bænum Djúpadal og þaðan austur í Djúpadal. Þar sem dalurinn klofnar, förum við austur Kattárdal og síðan austur um nyrðri dalbotninn að Grænuvötnum. Við förum austur fyrir vötnin og síðan austur á fjallið í 1240 metra hæð. Þaðan förum við beint norður og niður í Glerárdal og norður eftir dalnum að Reykjum í Hjaltadal.

27,1 km
Skagafjörður

Ekki fyrir hesta
Mjög bratt

Nálægar leiðir: Kattárdalur, Kotagil, Ranghali, Suðurárdalur, Ullarvötn, Vindárdalur

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins

Grænavatn

Frá Skálavatni í Veiðivötnum um Grænavatn að Litlasjó í Veiðivötnum.

Byrjum á Snjóölduleið suðvestan Skálavatns. Förum norður jeppaveg um Hádegisöldu og síðan norðaustur að Grænavatni. Meðfram vatninu norðanverðu og áfram austur að Litlasjó.

8,9 km
Rangárvallasýsla

Jeppafært

Nálægar leiðir: Litlisjór, Veiðivötn, Snjóalda.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort

Grunnafjörður

Frá Arkarlæk um leirur að Skipanesi í Leirársveit.

Gamla þjóðleiðin frá Akranesi upp í Borgarfjörð. Sæta verður sjávarföllum. Grunnafjörður er raunar víðáttumiklar leirur með miklu fuglalífi, viðkomustaður farfugla. Svæðið er verndað samkvæmt Ramsar-samþykkt um votlendi sem hefur alþjóðlegt gildi, einkum fyrir fuglalíf. Leirurnar eru auðugar af burstaormum, svo sem sandmaðki og leiruskera. Nokkuð er um krækling og sandskel, fjöruflær og lónafló. Margir vaðfuglar eru hér, svo sem sendlingur, lóuþræll, sandlóa og tjaldur, svo og æðarfuglar. Margæs hefur viðkomu í Grunnafirði á ferðum sínum frá meginlandi Evrópu til heimskautasvæðanna vor og haust. Fjörðurinn er mikilvægur fyrir ýmsa aðra fargesti, t.d. rauðbrysting.

Förum frá Arkarlæk norður Arkarlækjarnes og austur af því framarlega. Beygjum þaðan norðaustur um Arkarlækjarhólma og Kjalardalshólma og síðan norður í Álftatanga. Síðan áfram norður með ströndinni að Skipanesi og þaðan heimreiðina norður á þjóðveg 1.

5,4 km
Borgarfjörður-Mýrar

Ekki fyrir göngufólk

Nálægar leiðir: Hafnarskógur, Leirárdalur, Skarðsheiði.

Skrásetjari: Kortavefur LH
Heimild: Kortavefur LH

Gróunes

Frá Djúpafirði um Grónes að Brekku í Gufufirði.

Hér eru hlíðar vel grónar og víða birkikjarr. Hér eru víðlendar fjörur, fitjar og sjávartjarnir sem einkennast af fjölbreyttu fuglalífi.

Byrjum við þjóðveg 60 neðan heiðar í Djúpafirði. Förum suðvestur með strönd Djúpafjarðar út í Grónes og síðan norður Gufufjörð að Brekku í Brekkudal í Gufufirði.

6,6 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Gufudalsháls, Hallsteinsnes, Brekkufjall.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Grjótnes

Frá Leirhöfn á Melrakkasléttu um Grjótnes að Sigurðarstöðum á Melrakkasléttu.

Á Grjótnesi býr bóndakona, sem ekki er vel við, að riðið sé um Grjótnes. Hér er lýst leið við túngarðinn í Grjótnesi, en einnig er hægt að fara sunnar milli leiðanna til Grjótness og Núpskötlu.

Á Grjótnesi er voldugt tvíbýlishús úr rekavið.

Byrjum hjá vegi 85 við Leirhöfn á Melrakkasléttu, Förum norður eftir heimreið með ströndinni að Grjótnesi. Síðan til austurs sunnan við Kötluvatn að heimreið til norðurs að Núpskötlu. Meðfram túngirðingu í Núpskötlu austur um Oddsstaði og síðan norðan Suðurvatns og um Oddsstaðaholt, að Sigurðarstöðum á vegi 85 við Blikalón á Melrakkasléttu.

6,2 km
Þingeyjarsýslur

Nálægir ferlar: Oddsstaðir, Blikalónsdalur.
Nálægar leiðir: Vellankatla, Raufarhafnarvegur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson

Grjótháls

Frá Þverárhlíð um Grjótháls að Norðurárdal í Borgarfirði.

Förum frá eyðibýlinu Húsnesi eftir jeppaslóðinni 525 norður yfir Grjótháls að þjóðvegi 528 við Hól í Norðurárdal.

6,9 km
Borgarfjörður-Mýrar

Jeppafært

Skrásetjari: Kortavefur LH
Heimild: Kortavefur LH

Grjótdalsvarp

Frá þjóðvegi 94 við brú á Njarðvíkurá um Grjótdalsvarp að Bakkamel í Borgarfirði.

Mjög fallegt svæði, minnir á Stórurð fyrir neðan Dyrfjöll að vestanverðu.

Byrjum austan við brúna á Njarðvíkurá á þjóðvegi 94 í Njarðvík. Förum suðvestur undir Grásteinshlíð og síðan suður um Urðardal. Úr dalbotninum förum við austur og upp í Urðardalsvarp / Grjótdalsvarp í 620 metra hæð. Þar erum við norðan við norðausturtind Dyrfjalla. Síðan förum við austur og niður með Grjótá að norðan að Brandsbalarétt við Bakkamel í Borgarfirði eystra.

8,7 km
Austfirðir

Nálægar leiðir: Gönguskarð eystra.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort