Gyrðisbrekka

Frá Stóra-Laugardal í Tálknafirði um Gyrðisbrekku til Kirkjubóls í Fífustaðadal í Arnarfirði.

Efsti kaflinn í skarðinu er brattur og þar er stundum skafl fram á sumar. Hestar hafa orðið að renna sér þar á rassinum.

Landið er stórbrotið og mikið útsýni af skarðinu.

Förum frá Stóra-Laugardal inn og norður Fagradal, fyrst austan ár og síðan vestan og inn í Hosuhvilft. Norðvestur og upp Vatnabrekku. Síðan norðvestur í Gyrðisbrekkuskarð í 570 metra hæð og síðan norður og niður Gyrðisbrekku. Við höldum áfram norður um Tungur og norðnorðaustur um Fífustaðadal að þjóðvegi 619 við Kirkjuból.

13,0 km
Vestfirðir

Erfitt fyrir hesta
Mjög bratt

Nálægar leiðir: Tálknafjarðarvegur, Krókalaut.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort