Fall Kolbrúnar Halldórsdóttur umhverfisráherra úr fyrsta í þriðja sæti á framboðslista í Reykjavík er áfall grænna sjónarmiða. Nýir kjósendur vinstri grænna eru meira rauðir en grænir. Sem þýðir, að búsáhaldabyltingin er meira rauð en græn. Grænn litur flokksins hefur dofnað eins og hjá Samfylkingunni. Ríkisstjórnin er ekki græn. Hún fylgir álbræðslu- og hvalveiðisjónarmiðum Samfylkingar Össurar Skarphéðinssonar. Þar eru vinstri grænir í þögulli innri andstöðu. Verður erfitt til langs tíma, en eykur líkur á samstarfi flokkanna eftir kosningar. Þjóðin er því miður minna græn en talið var.
