Viðræður – ekki aðild

Punktar

Vinstri grænir hafa færzt nær sjónarmiðum Samfylkingarinnar. Grænn litur flokksins hefur dofnað í stjórnarsamstarfinu. Þar hafa vinstri grænir ekki þol til að verja græn sjónarmið. Ekki heldur verður Evrópusambandið þröskuldur á næsta kjörtímabili. Vinstri grænir geta sætt sig við, að þjóðin ákveði niðurstöðuna. Þannig geta þeir fallizt á, að hindrunum sé rutt úr vegi og að rætt verði við sambandið um aðild. Í þjóðaratkvæðagreiðslu munu þeir hins vegar greiða atkvæði gegn aðild. Þetta er í samræmi við vilja þjóðarinnar í könnunum. Hún styður aðildarviðræður, en er andvíg aðild.