Heimsk atvinnubótavinna

Punktar

Ég hef til marks um heimsku Íslendinga, að þeir trúa, að fullvinnsla auki verðgildi sjávarafla. Svo er ekki. Fiskur er því verðmeiri sem hann er líkari upprunalegu ástandi. Ferskur fiskur á Rungis í París er mun dýrari en nokkur unninn afli. Frosnu stautarnir fara í skóla og fangelsi. Raspið fer í kettina. Spriklandi fiskur er langdýrastur. Þegar ríkisstjórnin hyggst búa til atvinnutækifæri með fullvinnslu, býr hún ekki til nein verðmæti. Þvert á móti minnkar hún verð sjávaraflans. Aukin fullvinnsla sjávarafla er bara atvinnubótavinna. Hún er pólitískur fíflagangur, sem hæfir heimskri þjóð.