2. Norðvesturborgin – Ronde Luterse Kerk

Borgarrölt

Gravenstraat

Mjósta húsið, Amsterdam

Mjósta hús borgarinnar

Að baki Nieuwe Kerk eru nokkur skemmtileg húsasund. Næst kirkjunni er Gravenstraat. Þar á nr. 28 er skemmtileg, lítil ostabúð, Crignon, sem rúmar varla fleiri en einn viðskiptavin í einu, en býður þó upp á rúmlega hu

ndrað tegundir osta frá ýmsum löndum. Að búðarbaki er ostaveitingastofa. Við sömu götu, á nr. 16, er gamla jenever-búlan Drie Fleschjes.

Nieuwendijk

Við förum Gravenstraat til austurs að Nieuwendijk, sem er eins konar framhald Kalverstraat til norðurs frá Dam. Það er gata verzlunar og býður upp á ótal hliðarsund, sem meira að segja höfundar þessarar bókar hafa ekki kannað öll. Eftir því sem norðar dregur, vex skemmtanalífið á kostnað verzlunarinnar. Gatan tekur þverbeygju til vesturs og endar við Singel.

Singel & Ronde Luterse Kerk, Amsterdam

Singel & Ronde Luterse Kerk

Ronde Luterse Kerk

Við tökum örstuttan krók suður með vinstri hlið Singel, bæði til að virða fyrir okkur mjósta hús borgarinnar, sem er á Singel nr. 7, og til að skoða Ronde Luterse Kerk, sem er kúpulkirkja frá 1671.

Tvær milljónir tígulsteina og þakkopar frá Karli XI Svíakonungi fóru í þessa tæplega 50 metra háu kirkju í barokk- eða hlaðstíl. Hún var um síðir afvígð og gerð að pakkhúsi, unz Sonesta hótelið endurlífgaði hana.

Næstu skref