3. Norðvesturborgin – Brouwersgracht

Borgarrölt

Brouwersgracht

Groene Lanteerne, mjósta veitingahúsið

Groene Lanteerne, mjósta veitingahúsið

Til baka förum við og yfir Singel, göngum spölkorn inn Haarlemmerstraat, þar sem á nr. 43 er mjósta veitingahús heims, Groene Lanteerne í 17. aldar stíl og þjónusturnar bera eins konar þjóðbúninga.

Síðan göngum við götuna til baka, beygjum til hægri og síðan aftur til hægri eftir Brouwersgracht. Við þetta síki byrja hin margnefndu skeifusíki Herengracht, Keizersgracht og Prinsengracht. Hér er síkjastemmningin í algleymingi. Við tökum sérstaklega eftir fallega endurnýjuðu pakkhúsi á nr. 118.

Hér erum við um það bil að detta út af kortinu á bls. 36, svo að nú verða menn að fylgja þessari leiðarlýsingu undanbragðalaust. Við höldum áfram eftir hægri bakka Brouwersgracht framhjá Herenmarkt, sem er greinilega huggulegt torg, úr því að gamla fólkið situr þar og ungu börnin leika sér þar.

Næstu skref