Gamla Ísland bófasamfélagsins ræður enn ríkjum, svo sem í ríkisstofnunum. Persónuvernd var stofnuð á sínum tíma til að verja hagsmuni bófanna fyrir afskiptasemi. Stofnunin lítur svo á, að fjármál séu einkamál. Nýjasta aðför hennar að almannahagsmunum er að ráðast gegn heimildum Seðlabankans til að fást við gjaldeyrisbrask bófa. Segir heimildir ekki samrýmast “sjónarmiðum um einkalífsrétt”. Bófasamfélagið lifir á, að leynd hvíli yfir atferli þess. Þjóðin þarf því að styrkja varnir Seðlabankans gegn græðgi bófasamfélagsins. En Persónuvernd bófanna er á vaktinni sem fyrri daginn og rekur upp vein.
