Árni Páll Árnason alþingismaður er svo langt út á hægri jaðri, að hann segir Atlantshafsbandalagið ekki vera hernaðarbandalag. Sagði það í viðtali við DV. Stangast á við skilgreiningar alfræðirita. Svo má líka spyrja Árna, hvað bandalagið sé að gera í Afganistan. Árni er jafnframt svo brattur, að hann telur sig vera heppilegan framtíðarformann Samfylkingarinnar. Að kosningum loknum mun hann þá mynda nýja hrunstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Sýndi sem bankaráðherra róttæka hægri takta. Ber manna þyngstu ábyrgð á, að bankarnir voru endurreistir í fyrri græðgismynd. Samfylkingin á því virkilega bágt.