Ég las skrítna frétt á vefnum upp úr Fréttablaðinu. Þar var sagt, að “Davíð Garðarsson” og “óþekktur erlendur karlmaður” séu landflótta og eftirlýstir. Þar var ennfremur sagt þetta: “Hinn maðurinn, sem lögregla vildi ekki gefa upp hvað heitir eða á hvaða aldri hann væri, var dæmdur fyrir fíkniefnabrot hér á landi.” Það er nýtt, að opinberir aðilar stýri nafnbirtingu á dæmdum mönnum. Nafn hins óþekkta manns hefði Fréttablaðið getað fengið hjá kerfinu eða Steingrími Sævari bloggara. Nafnleysi Moh Almasaid er hrollvekjandi dæmi um afsal blaðamennsku í hendur höfunda fréttatilkynninga úti í bæ.
