Njósnað um blaðamenn

Fjölmiðlun

Forstjóri Hewlett-Packard, Patricia Dunn, er svo vænisjúk, að hún lét hlera síma stjórnarmanna fyrirtækisins og nokkurra blaðamanna við Wall Street Journal og New York Times til að finna upplýsingaleka. Beitt var ólöglegum aðferðum til að komast yfir skrár um símtöl. Hafin er rannsókn á málinu hjá ríkissaksóknaranum í Kaliforníu. Svona vinnubrögð tíðkast í fyrirtækjum, þar sem forstjórar reyna að stýra umfjöllun fjölmiðla og óttast ekkert meira en gegnsæi. Í Bandaríkjunum eru sum ríki búin að setja lög um bann við, að einkaspæjarar fyrirtækja sigli undir fölsku flaggi.