F. Holland

Amsterdam, Borgarrölt

 

Zaanse Schans

Zaanse Schans

Við erum nú orðin svo kunnug Amsterdam, að við höfum einn eða tvo daga aflögu til að kynnast nálægum plássum. Auðvitað getum við tekið þátt í hópferðum frá borginni og séð flest það, sem hér verður lýst. En bílaleigubíll getur líka verið þægilegur, því að þá erum við ekki bundin sérstakri tímaáætlun og getum hagað ferðum okkar að eigin vild.

Hér verður lýst tveimur slíkum dagsferðum. Önnur ferðin er til norðurs með viðkomu í Alkmaar, Zaanse Schans, Marken og Volendam. Hin er til suðurs með viðkomu í Aalsmeer, Keukenhof, Delft, Haag og Madurodam.

Þeir, sem vilja hafa hæga yfirferð, geta skipt þessum ferðum. Ekkert mál er að skreppa í náttstað til Amsterdam, því að staðirnir eru aðeins í eins til þriggja stundarfjórðunga fjarlægð.

Fyrsta ferðin