E. Norðvesturborgin

Amsterdam, Borgarrölt
Koninklijk Paleis vinstra megin & Nieuwe Kerk hægra megin

Koninklijk Paleis vinstra megin & Nieuwe Kerk hægra megin

Nieuwe Kerk

Þá er ekki annað eftir en norðvesturhlutinn. Við byrjum enn á Dam og í þetta sinn fyrir framan Nieuwe Kerk.

Nieuwe Kerk er, þrátt fyrir nafnið, ein elzta kirkjan í Amsterdam, reist á 15. öld. Hún er eins konar Westminster Abbey Hollendinga, krýningarkirkja konungsættarinnar. Þar hafa þrjár Hollandsdrottningar verið krýndar í rö
ð, Vilhelmína 1898, dóttir hennar Júlíana 1948 og dótturdóttirin Beatrix 1980. Svo virðist sem kvennaveldi hafi í heila öld ríkt í ættinni Oranje-Nassau. En nú hefur Beatrix eignast krónprins til að taka við ríkinu.

Nieuwe Kerk er ef til vill frægust fyrir að vera án tu
rns. Mjó spíra var sett á hana til málamynda á 19. öld. Um miðja 17. öld höfðu borgarfeður deilt um, hvort byggja skyldi kirkjuturn eða ráðhús og varð ráðhúsið ofan á. Kirkjan er opin 12-16, sunnudaga 13-17.

Næstu skref