E. Castello

Borgarrölt, Feneyjar
Riva degli Schiavoni, Feneyjar

Castello og Riva degli Schiavoni

Castello

Við byrjum á Molo framan við Palazzo Ducale hjá Markúsartorgi.

Riva degli Schiavoni, breiði lónsbakkinn frá hertogahöllinni til austurs í átt að borgargarðinum, er sá hluti hverfisins Castello, sem flestir ferðamenn kynnast. Að baki hans eru róleg og fáfarin húsasund og hinar fornu skipasmíðastöðvar borgarinnar.

Við skoðum hluta hverfisins í annarri gönguferð, svæðin við San Zanipolo og Santa Maria Formosa. Í þessari ferð skoðum við aðra hluta hverfisins.

Riva degli Schiavoni

Við hefjum gönguna á Molo, bakkanum fyrir framan hertogahöllina, göngum til austurs yfir Ponte della Paglia út á Riva degli Schiavoni.

Vesturhluti bakkans er viðkomu- og endastöð margra áætlunarbáta á Feneyjasvæðinu. Ferðamenn koma margir hverjir hér að landi og ganga inn á Markúsartorg. Oft er því margt um manninn á vesturenda bakkans, á leiðinni milli báta og torgs. Hér eru ferðavöruvagnar og gangstéttarkaffihús.

Hér hefur jafnan verið mikið um skip og báta. Fyrr á öldum var þetta löndunarsvæði kaupmanna frá ströndinni handan Adríahafs, Dalmatíu, þar sem nú eru Slóvenía, Króatía og Bosnía. Feneyingar höfðu mikil áhrif á þeim slóðum. Þeir kölluðu íbúana Schiavoni og af því er nafn breiðbakkans dregið.

Bakkinn liggur í mjúkum sveig að lóninu og veitir gott útsýni til eyjarinnar San Giorgio Maggiore og skipaumferðarinnar á lóninu. Hann er mikið notaður til gönguferða og skokks. Hann tengir saman Bíennalinn og miðborgina. Oft eru þar sett upp tímabundin listaverk í tengslum við Bíennalinn og aðrar listsýningar í borginni.

Næstu skref