2. Castello – Vittorio Emanuele II

Borgarrölt

Vittorio Emanuele II

Riva degli Schiavoni, Feneyjar 2

Vittorio Emanuele II, Riva degli Schiavoni

Við göngum framhjá Danieli hótelinu, þar sem veitingahúsið Rivetta er að hallarbaki, förum áfram bakkann yfir brú og framhjá Paganelli hótelinu að Londra hótelinu. Fyrir framan það er riddarastytta.

Engin borg á Ítalíu er borg með borgum án þess að þar sé riddarastytta af Vittorio Emanuele II, fyrsta konungi sameinaðrar Ítalíu. Hér fyrir framan Londra hótelið er feneyska útgáfan. Hana gerði Ettore Ferrari árið 1887.

Irarrazabal: Mano á Riva degli Schiavoni, Feneyjar

Irarrazabal: Mano, á Riva degli Schiavoni

Síðari árin hefur þarna á bakkanum verið komið upp nútímalegri listaverkum, eins og þessu hér eftir Mario Irarrazabal frá Chile.

Næstu skref