B. Piazza San Marco

Borgarrölt, Feneyjar
Piazza San Marco, Feneyjar 2

Piazza San Marco

Fyrsta gönguleið okkar um Feneyjar er stutt. Hún liggur um Piazza San Marco = Markúsartorg og mannvirkin umhverfis það. Þetta er þungamiðja Feneyja, glæsilegt torg framan við Markúsarkirkju, 175 metra langt og 58-82 metra breitt, lagt stórum marmaraflísum með reitamynztri, að jafnaði fjölskipað ferðamönnum.

Þar leika hljómsveitir fyrir kaffihúsagesti og þaðan er gengið inn í Markúsarkirkju, Campanile, Torre dell’Orologio og nokkur söfn að auki. Í bogagöngunum, sem umlykja torgið, eru tízkuvöru- og minjagripabúðir. Þar eru frægustu kaffihús borgarinnar, Florian og Quadri. Rétt hjá torginu eru matstaðirnir Al Conte Pescaor, La Colomba, Do Forni, Harry’s Bar and Rivetta.

Í flóðum rennur sjór inn á torgið. Þá eru settar upp göngubrautir kruss og þvers, svo að fólk geti gengið um þurrum fótum. Þá er líka beztur friður fyrir þúsundum útbelgdra dúfna, sem eru helzta myndefni ferðamanna í Feneyjum.

Næstu skref