A. Róm

Borgarrölt, Róm
Colosseum, Roma 2

Colosseum

20 alda heimsborg

Róm er borg andstæðna, elli og æsku. Hún hefur í 20 aldir þótzt vera höfuðborg heimsins, fyrst sem keisaraborg og síðan sem páfaborg. Hún ber samt aldurinn vel, því að hún er full af fjöri frá morgni til kvölds. Næturlífið í La Dolce Vita var að vísu aldrei til, en allir þjóðfélagshópar eru allan daginn að líta inn á kaffihús. Róm vakir ekki á nóttunni, en hún tekur daginn og kvöldið með látum.

Róm hefur þolað margt um dagana, rán og gripdeildir erlendra barbara, brjálaðra keisara, franskra kónga og innfæddra páfa. Mörg frægustu tákn hennar eru rústir einar. Þar hafa voldugir heimamenn verið afdrifaríkastir.

Menn koma til Rómar til að skoða þessar gömlu rústir fornaldar á Forum, Capitolum og Palatinum. Menn koma líka að sjá Péturskirkju og aðrar hlaðstílskirkjur. Og loks koma menn til að lifa á kaffihúsum og veitingahúsum hins þrönga miðbæjar á Marzvöllum. Samkvæmt lögmáli andstæðna sækir unga fólkið í þennan gamla bæ.

Næstu skref