2. Róm – öngþveiti

Borgarrölt
Tempietto, Bramante: Tempietto, Roma

Bramante: Tempietto

Á blómaskeiði keisaranna bjó milljón manns í Róm. Síðar féll íbúatalan niður í 30 þúsund á miðöldum. Nú er hún komin upp í þrjár milljónir. Róm er ekki eins stór og París, London eða New York, en hún hefur fleiri minjar gamals tíma en hinar til samans.

Bílaumferðin í Róm er óskipulegt öngþveiti. Bílstjórar troðast um öll sund og fylla hvert torg, en aka þó ekki á gangandi fólk. Þeir þrasa mikið og hátt eins og aðrir borgarbúar. En umburðarlyndi er þó aðaleinkenni fólksins í borginni. Borgin er höfuðborg kaþólskunnar, en borgarbúar eru sjálfir hóflega kaþólskir. Þeir eru fyrst og fremst lífsreyndir og veraldarvanir

Ekkert miðtorg er til í Róm. Spánartröppur eða Piazza Navona eru bara fyrir ferðamenn.

Næstu skref