A. New York

Borgarrölt, New York

Fjörug og mannleg

Liberty Statue, New York 2

Liberty Statue

New York er fjörug borg, allt að því vingjarnleg borg og líklega jafnvel mannleg borg. Hún er staðurinn, þar sem ókunnugir eru fyrirvaralaust teknir tali, ekki aðeins við barinn, heldur hvar sem er. Þeir eru viðurkenndir sem fólk, enda er þriðjungur borgaranna fæddur í útlöndum og því eins konar ókunnugir sjálfir.

New York er ekki Bandaríkin og ekki heldur Evrópa, heldur suðupottur beggja og þriðja heimsins að auki. Sumir borgarhlutar minna á bazar í Kairo eða Kalkútta. Alls staðar er mannhaf, alls staðar er verið að verzla og nú orðið ekki sízt á gangstéttum úti.

Sé einhver staður nafli alheimsins, þá er það miðborg New York, sem fjallað er um í þessari bók, — Manhattan. Sú eyja er miðstöð myndlistar, önnur af tveimur miðstöðvum leiklistar, fremsta miðstöð tónlistar og bókmennta. Hún er mesta safnaborg heims.

Næstu skref