2. New York – mjúk og hörð

Borgarrölt
World Trade Center, New York 2

Bókarhöfundar eru hér á þaki World Trade Center, sem nú er ekki lengur til

Channel Gardens, New York

Channel Gardens

Manhattan er staðurinn, sem hefur allt. Ef eitthvað er til einhvers staðar í heiminum, er það líka til á Manhattan. Þar eru útibú frá öllum frægu verzlunum Evrópu. Þar eru 10.000 veitingahús frá nærri öllum löndum heims. Þar eru gefin út blöð og reknar útvarpsstöðvar á 50 tungumálum.

Daglega er eitthvað merkilegt að gerast í New York, Corazon Aquino að taka við verðlaunum á Pierre, Johnny Cash að árita bækur á 5th Avenue, Sarah Vaughan með afmælistónleika á Blue Note í Greenwich, Norðmenn að sigla víkingaskipi inn á South Street Seaport og Kristján Jóhannsson að syngja í La Boheme í ríkisleikhúsinu.

Manhattan hefur gengið í endurnýjun lífdaganna. Mörg hverfi, sem áður voru í niðurníðslu, hafa verið hresst við á síðustu árum, víðast að frumkvæði framúrstefnu-listamanna. Veitingahús, verzlanir og velmegun hafa fylgt eftir.

Fólk annað hvort elskar eða hatar New York. Hún er mjúk og hörð í senn, en fyrst og fremst er hún hröð og æst, jafnvel tryllt. Hún er kjörinn áningarstaður þeirra, sem líður vel, þar sem hlutirnir gerast, þar sem naflinn sjálfur er. Hún er andartakið sjálft.

Næstu skref