9. Egyptaland – Memfis – Sakkara

Borgarrölt
Heb Sed + Zoser stallapíramídi Sakkara

Heb Sed hofið og Djoser stallapíramídinn í Sakkara

Sakkara

Annað svæði píramída er í Sakkara, 30 km sunnan við Cairo. Þar er stallapíramídi Djoser faraó, eldri en píramídarnir við Giza, raunar elzta þekkta mannvirki jarðar, reist fyrir rúmlega 4000 árum. Steinarnir í hleðslunni eru miklu smærri í stallapíramídanum en í píramídunum við Giza. Píramídanum fylgja ýmis musteri og önnur mannvirki á 15 hektara svæði.

Ramses II Memfis

Risalíkneski Ramses II í safninu í Memfis

Memfis

Að fornu var Sakkara grafarsvæði borgarinnar Memphis, sem er 20 km sunnan við Cairo. Memphis var höfuðborg nyrðri hluta Egyptalands fyrir sameiningu landsins og var síðan mikilvæg borg allt fram að grískum tíma.

Í Memfis er fornminjasafn, sem hefur að geyma risastóra styttu, 10 metra langa, af Ramses II faraó.

Næstu skref