10. Egyptaland – Luxor

Borgarrölt
Níl Luxor

Níl rennur hér hjá Luxor, í baksýn fjöllin ofan við Dal konunganna

Luxor

Nílarbátar Luxor

Nílarbátar séð frá Winter Palace í Luxor

Við tökum flug frá Cairo til Luxor eða förum þangað með fljótabát.

Luxor er þar, sem áður var Þeba, sem lengi var höfuðborg Egyptalands. Að fornu var hún ein af þremur stóru borgunum í Egyptalandi. Henni hefur verið lýst sem heimsins stærsta safn undir beru lofti.

Musterishverfi Luxor og Karnak ná næstum saman hér á austurbakkanum. Og handan fljótsins á vesturbakka þess er Necropolis og síðan Dalur konunganna og Dalur drottninganna þar að baki.

Þeba hafði þá sérstöðu að vera borg guðsins Amon—Ra og á þann hátt trúarmiðstöð landsins allt fram að grískum tíma.

Nú á tímum gistir fína fólkið á Old Winter Palace Hotel, sem blasir við á fljótsbakkanum.

Næstu skref