7. Marokkó – Moulay Idriss

Borgarrölt

Moulay Idriss

Moulay Idriss

Gata í Moulay Idriss

Frá Meknes til Moulay Idriss eru 25 km.

Moulay Idriss var fyrsti arabakóngurinn í Marokkó, langalangafabarn Múhameðs spámanns, stofnandi íslams í landinu. Hann var erfingi kalífatsins í Damaskus, en var flæmdur frá völdum og flúði til Marokkó.

Hann settist að í Volubilis og stofnaði bæinn, sem heitir Moulay Idriss eftir honum. Hér er gröf hans og hingað flykkjast múslimar til að minnast hans. Eftir lát hans var höfuðborgin fljótlega flutt til Fez.

Næstu skref