7. Castilla

Borgarrölt
Siguenza Parador 8

Siguenza kastali og parador

Castilla,Kastilía er hjarta Spánar og upprunaland tungumálsins, sem við köllum spönsku, en minnihlutaþjóðir á Spáni kalla kastilísku. Kastilía er þurr háslétta, illa ofbeitt og strjálbýlt eyðiland fjárhirða, skálda, hermanna og presta. Það er land kastala, enda kemur nafn landsins þaðan. Í Kastilíu eru frægir kastalar: Manzanares el Real, Mombeltrán, Coca, Gormaz, Peñafiel, Belmonte og Sigüenza. Við ætlum að þessu sinni ekki að skoða kastalana, heldur nokkrar sögufræ
gar borgir í nágrenni höfuðborgarinnar.

Kastilíumenn kunna vel að ofnsteikja smágrísi (cochinillo asado) og lambakjöt (cordero asado), einnig kiðlinga, akurhænur og ýmsa villibráð. Þekktur er osturinn frá La Mancha héraðinu, manchego.

Við ímyndum okkur, að við séum í Madrid. Við erum orðin þreytt á borgarfjörinu og höfum tekið bílaleigubíl, sem við ætlum að aka til annarra frægðarborga Kastilíu. Leið okkar liggur um Segovia, Ávila, Salamanca og Toledo. Frá Madrid til Segovia eru 87 kílómetrar, frá Segovia til Ávila eru 67 kílómetrar, frá Ávila til Salamanca eru 98 kílómetrar, frá Salamanca til Toledo eru 234 kílómetrar, lengsti áfanginn, og frá Toledo til Madrid eru 70 kílómetrar.

Næstu skref