5. Miðbær syðri – Arco di Giano

Borgarrölt

Arco di Giano

Arco di Giano, Roma

Arco di Giano

Við þann enda torgsins, sem lengst er frá hofunum tveimur, er Janusarbogi, sérstæður að því leyti, að hann hefur fjórar hliðar með bogagöngum, en ekki tvær, enda spannaði hann að fornu krossgötur við norðurenda kjötmarkaðarins Forum Boarium. Hann er frá 4. öld, tileinkaður guðinum Janusi.

Frá torginu göngum við Via di San Giovanni Decollato 200 metra leið norður til Piazza della Consolazione. Fyrir enda torgsins er Santa Maria della Consolazione, kirkja frá 1470 með forhlið frá 16. öld. Síðan göngum við 300 metra leið eftir Vico Jugario undir hlíðum Kapítóls-hæðar að breiðgötunni Via di Tetro di Marcello. Fyrir ofan hlíðarnar er Tarpeiu-klettur, þar sem svikurum var fleygt fram af, heitinn eftir Tarpeiu þeirri, sem hleypti her Sabína inn í borgina á dögum Romulusar.

San Nicola in Carcere

Hinum megin við breiðgötuna er San Nicola in Carcere, reist á 11. öld á rústum þriggja hofa, sem stóðu hlið við hlið ofan við Forum Holitorum, grænmetismarkaðinn. Í hliðarvegg kirkjunnar má sjá súlnarið úr einu hinna gömlu hofa.

Næstu skref