5. Hverfin – Loiasada

Borgarrölt

Loiasada

Gyðingakaupmaður, Orchard Street, New York

Gyðingakaupmaður, Orchard Street

Loiasada heitir fullu nafni Lower East Side. Það er við hlið Little Italy, austan við Bowery og nær milli Canal og Houston Streets, allt til East
River.

Um aldamótin var þetta stærsta nýlenda gyðinga í heim
inum og eitt mesta fátæktarbæli borgarinnar, þéttbýlla en Kalkútta. Þar hafa vaxið úr grasi margir andans menn og kaupsýslumenn. Gyðingarnir eru flestir fluttir á brott og hafa skilið eftir niðurníddar synagógur. Í staðinn hafa komið svertingjar, Kínverjar og einkum þó Puertoricanar, svo að þetta er enn fátæktarhverfi.

Gyðingar stunda enn kaupsýslu í Orchard Street eða koma þangað á sunnudögum til að verzla ódýrt og fá sér að borða rétttrúnaðarfæði. Það eru ekki neinar hátízkuvörur, sem þar eru seldar, en verðið er oft ótrúlega lágt.

Orchard Street, Loisada, New York

Orchard Street

Orchard Street er eins og austurlenzkur bazar. Þar er prúttað fullum hálsi og með miklu handapati. Vasa- og veskjaþjófar leika þar lausum hala. Að öðru leyti er óhætt að fara um hverfið, ef fólk hættir sér ekki austur fyrir Essex Street.

Næstu skref