5. Holland – Porceleyne Fles

Borgarrölt

Við finnum bílinn og förum aftur út á A13 og fylgjum skiltum til De Porceleyne Fles til að sjá, hvernig hið fræga Delft postulín er búið til.

Porceleyne Fles, Delft

Porceleyne Fles, Delft

Þetta postulín hóf frægðarferil sinn í lok 16. aldar, í þann mund er gullöld Hollendinga var að hefjast. Það varð til fyrir áhrif frá Rínarlöndum og Ítalíu, en á heimsveldistíma 17. aldar komu til sögunnar austræn áhrif frá Kína. Þá varð postulínið frá Delft heimsfrægt.

Blátt og hvítt eru einkennislitir þessa postulíns, sem hefur áreiðanlega orðið tilefni nöturyrða nútímans um postulínshunda. Upp á síðkastið hefur hönnuðum postulíns í Delft gengið erfiðlega að fylgjast með breyttri tízku og þykja þeir fremur gamaldags.

Margir hafa meira álit á annarri postulínshefð hollenzkri, þeirri frá Makkum í norðausturhluta landsins. En hún hefur ekki fengið þá alþjóðakynningu, sem hefðin í Delft hefur notið.

Porceleyne Fles fyrirtækið er mikilvægasta postulínsgerðin í Delft og borgarheimsóknin er kjörið tækifæriðtil að sjá þessa tækni í framkvæmd.

Áfram til Haag