6. Holland – Haag

Borgarrölt

Við snúum við á A13 og höldum tíl baka beint til borgarmiðju í Haag. Þar reynum við að 

Ridderzaal, Binnenhof, Haag

Ridderzaal, Binnenhof, Haag

finna bílastæði við Binnenhof eða við Groenmarkt. Síðan byrjum við á að skoða Binnenhof, húsakynni hollenzka þingsins.

Mauritshuis

Utan við austurport Binnenhof er Mauritshuis, opið 10-17 og sunnu daga 11-17. Það var reist 1644 í síð-endurreisnarstíl eða svokölluðum fægistíl og hafði mikil áhrif á þróun byggingarlistar í Hollandi og á Norðurlöndum. Það var upprunalega setur aðalsmanns, en hýsir nú listaverkasafn konungsættarinnar. Þar eru meðal annars málverk enir Rembrandt, Frans Hals, Breughel og Rubens. Vonandi verður lokið viðamiklum lagfæringum á húsinu, þegar þessi bók kemur út.

Ridderzaal

Í miðju porti Binnenhof rís Ridderzaal, opinn 10-16, í júlí-ágúst 9-16. Það hús var reist af Floris V greifa árið 1280 og er því meira en 700 ára gamalt. Þar setur Hollandsdrottning þing landsins og kemur þangað akandi í gullslegnum vagni frá höll sinni í úthverfi Haag, Huis ten Bosch, Húsinu í skóginum.
Í Ridderzaal er voldugur salur með miklum bitum og steindum gluggum. Þetta er talin ein fegursta bygging Norður-Evrópu í gotneskum stíl. Að baki er annar salur, Rolzaal. Á torginu fyrir utan var frelsishetjan Oldenbarnevelt tekinn af lífi.

Að lokum förum við um vesturport Binnenhof út að Groenmarkt, sem er fyrir utan höfuðkirkjuna Grotekerk. Þar getum við fengið okkur kvöldmat á ‘t Goude Hooft í gamalhollenzku umhverfi.

Madurodam

Úr miðborginni fylgjum við skiltum til Madurodam, sem er miðja vega milli Haag og baðstrandarbæjarins Scheveningen. Best er að fylgja fyrst Koningskade og síðan Ramweg í beinu framhaldi á síkisbakkanum.

Við höfum af ásettu ráði gefið okkur tíma til kvöldverðar í Haag, af því að Madurodam er opið til 21:30, í apríl-júní til 22:3O og í júlí-ágúst til 23, og af því að það er skemmtilegast í ljósaskiptunum. Madurodam er lokað frá októberlokum til marzloka.

Þetta er eins konar dúkkuhúsabær, stofnaður af Maduro til minningar um lát sonar hans í fangabúðum nazista árið 1945. Þarna eru eftirlíking
ar margra frægra húsa í Hollandi og allt haft í stærðarhlutföllunum l:25. Við sjáum járnbrautararlestir ganga um garðinn, höfnina í Rotterdam, flugvöllinn Schiphol, síkishverfi frá Amsterdam og smáþorp umhverfis markaðstorg, svo að dæmi séu nefnd.

Á kvöldin er kveikt á ljósum í húsunum og götustaurunum og þá er Madurodam fallegast. En satt að segja vantar þar afþreyingu fyrir börn í stíl við það, sem er í Legoland í Billund í Danmörku.

Nú er orðið áliðið kvölds og við bregðum okkur þriggja kortéra leið heim á hótel í Amsterdam.

Ef við hefðum skipt ferðinni í tvennt og værum ekki í tímahraki, mundum við hafa ráðrúm til að líta á Vredespaleis, Friðarhöllina, sem er handan Scheveningen-skógar. Þar er til húsa Alþjóðadómstóllinn í Haag, sem Íslendingum hefur stundum þótt íhaldssamur í úrskurðum í málum fiskveiðilögsögu.

Og Scheveningen kemur víðar við í fiskinum, því að þar er ein stærsta fiskihöfn Evrópu, skemmtilegt heimsóknarefni fyrir áhugamenn um sjávarútveg og fiskiðnað

Röðin er komin að hollenskum osti