5. City – St Paul

Borgarrölt

St Paul´s

St. Paul, London 3

St. Paul

Frá St Paul´s neðanjarðarstöð-inni fyrir aftan dómkirkjuna í City getum við gengið umhverfis höfuðkirkju hins borgaralega Bretlands til að komast inn í hana að framanverðu.

Christopher Wren reisti St Paul´s Cathedr
al á árunum eftir brunann mikla 1666. Þar höfðu áður staðið a.m.k. tvær kirkjur, hin fyrsta reist árið 604. Talið er, að miðaldakirkjan hafi verið enn stærri en kirkja Wrens, sem er þó ein af allra stærstu dómkirkjum heims.

St. Paul, London

St. Paul

St Paul´s hefur grunnlögun enskrar, gotneskrar kirkju, krosskirkja með mjög langan kór, en útfærð í endurreisnarstíl með rómönskum bogagöngum. Reiptog varð milli Wren, sem aðhylltist hlaðstíl, og byggingarnefndar, er taldi þá stílgerð kaþólska, og neyddi hann til að sveigja kirkjuna til fægistíls mótmæl-endatrúar-manna. Yfir miðmótum hennar gnæfir 30 metra breitt hvolf, æði hlaðrænt að formi, eins konar eftirmynd Péturskirkju í Róm. Auk þess fékk Wren því framgengt, að vesturturnarnir tveir voru í hlaðstíl.
Við göngum aðalskipið inn á miðmótin undir hvolfinu, björtu og víðu. Því er haldið uppi af átta öflugum hringbogum. Utan við hvolfið, sem við sjáum neðan frá, er múrhleðsla, er heldur uppi luktaranum efst, og svo blýkápan, sem sést að utanverðu eins og luktarinn.

Á mótum aðalskips og syðra þverskips er hringstigi upp á svalir, hinar hljóðbæru Whispering Gallery, með útsýni niður í kirkjuna, og Stone Gallery, með útsýni yfir borgina. Hinir loftdjörfu geta haldið áfram upp í Golden Gallery við grunn luktarans ofan á hvolfinu og fengið þaðan stórbrotið útsýni í góðu skyggni.

Kraftaverki er líkast, að St Paul´s skyldi standast loftárásir síðari heimsstyrjaldarinnar, þegar allt hverfið í kring brann til grunna og kirkjan ein stóð upp úr eldhafinu.

Við förum aftur að St Paul´s neðanjarðarstöðinni

Næstu skref