4. Miðbær syðri – Vesta & Fortuna Virile

Borgarrölt

Tempio di Vesta, Roma 2

Tempio di Vesta

Andspænis kirkjunni við torgið er hringlaga hof frá 2. öld f.Kr., ranglega kennt við Vestu, af því að það líkist Vestuhofinu á Rómartorgi, en er sennilega Herkúlesarhof. Þetta er elzta marmarahof, sem hefur varðveitzt í Róm, reist úr marmara, sem var fluttur inn frá Grikklandi.

Hringlaga kórinþusúlnariðið er frá tíma Tiberiusar keisara, sem lét gera hofið upp. Hofið varðveittist á hinum kristnu öldum, af því að það þjónaði þá sem kirkja.

Tempio di Fortuna Virilis, Roma

Tempio di Fortuna Virile

Tempio della Fortuna Virile

Við hlið Herkúlesarhofsins er annað hof í ágætu ástandi, að sögn tileinkað karlmannsgæfu, Fortuna Virilis, en upprunalega sennilega helgað árguðnum Portumnusi. Það er frá sama tíma, 2. öld f.Kr., er ferhyrnt í laginu og skartar gáruðum jóníusúlum. Þetta hof hefur einnig varðveitzt um aldirnar á þeim forsendum, að það þjónaði sem kirkja. Það er eitt hið bezt varðveitta í Róm.

Næstu skref