4. Inngangur – Veitingar

Borgarrölt
Vieff Vliegen, restaurant, Amsterdam

Vieff Vliegen veitingahús

Hollendingar eiga það sameiginlegt með annarri verslunar og siglingaþjóð, Bretum, að hafa sogað til sín matargerðarlist fjarlægra þjóða og að hafa ekki sinnt sem skyldi að rækta sína eigin. Þess vegna eru flest beztu veitingahúsin í Amsterdam framandi ættar, einkum frá Indónesíu.

Hollendingar hafa hins vegar ólíkt Bretum ekki lagt sérstaka rækt við franska matreiðslu. Þess vegna vantar að nokkru leyti í Amsterdam matargerðarmusteri franskrar ættar á borð við þau, sem þrífast vel í mörgum stórborgum heims.

Ekki má heldur gleyma, að í sumum smáholum, svokölluðum „Petit Restaurant“ og bjórkrám er hægt að fá einfalt og gott snarl, sem er alveg fullnægjandi í hádeginu. Sama hlutverki gegna „Brodjewinkel“, sem eru samlokustaðir og „Pannekoekenhuis“, sem selja flatarmiklar, þykkar pönnukökur með ýmsu meðlæti, svo sem hunangi eða sírópi.

Næstu skref