5. Inngangur – Rijsttafel

Borgarrölt

 

Sama Sebo, restaurant, Amsterdam

Rijstaffel á Sama Sebo

Hollendingar voru nýlenduherrar þess ríkis, sem nú heitir lndónesía. Mikill fjöldi lndónesa hefur því fest rætur í Hollandi. Þeir hafa gert indónesísk veitingahús að hornsteini matargerðarlistar Hollands, einkum í Amsterdam.

Hin hollenska sérútgáfa af indónesískri matargerðarlist er svonefnt Rijsttafel eða hrísgrjónaborð, þar sem boðið er upp á hrísgrjón með 14-18-21-25 hliðarréttum af margvíslegu tagi. Hversdagslega eru Hollendingar í einfaldari útgáfum, þegar þeir snæða á slíkum stöðum. En þetta er veisluborðið, sem hentar útlendingum, er koma til Amsterdam til skamms tíma í senn. Hvergi í heiminum er Rijsttafel betra en einmitt hér í borg.

Þungamiðja veislunnar er Nasi. Það eru gufusoðin hrísgrjón, sem gestir láta í smáum skömmtum á miðjan súpudisk, er þeir fá. Hliðarréttina láta menn á diskinn, venjulega einn og einn í einu, og borða hvern fyrir sig, svo að bragð hvers og eins fái að njóta sín.

Fyrsta ferðin er bátsferð um síkin og hún hefst hér