3. Síkin – Singel

Borgarrölt
Singel & Ronde Luterse Kerk, Amsterdam

Singel & Ronde Luterse Kerk

Innsta skeifusíkið umhverfis gamla miðbæinn er Singel, og framhald þess til norðausturs, handan Amstel, í Oudeschans. Singel var upprunalega síkið framan við borgarmúrana og var svo fram að gullöld Hollands og Amsterdam, sem hófst um 1600.

Við tökum eftir grennsta húsi borgarinnar, við Singel 7. Það er jafnmjótt og útidyrnar. Nokkru ofar, þar sem við komum að fyrstu beygjunni á síkinu, sjáum við sérkennilegt fangelsi í brúnni, sem við förum undir. Að fangelsinu verður einungis komizt á báti.

Við Singel eins og við Herengracht, Keizersgracht og Prinsengracht eru hús númeruð frá norðurendanum til suðurs og síðan til austurs að ánni Amstel.

Næstu skref