3. Padova – Palazzo del Capitaniato

Borgarrölt
Palazzo del Capitaniato, Padova

Palazzo del Capitaniato

Battistero

Battistero, Padova

Battistero

Milli hallar og dómkirkju er skírnhús.

Rómanskt skírnhús stílhreint frá 4. öld, leifar kirkju, sem hér stóð, áður en 16. aldar dómkirkjan var reist. Inni í því eru fjörlegar freskur eftir Giusto de’Menabuoi frá síðari hluta 14. aldar.

Michelangelo hóf hönnun dómkirkjunnar, sem breyttist töluvert í höndum eftirmannanna.

Palazzo del Capitaniato

Við förum frá torginu 50 metra leið norður eftir Via Monte di Pietà að Piazza dei Signori. Gamla herlögreglustöðin, Palazzo del Capitaniato, er við vesturenda torgsins.

Reist 1599-1605 fyrir herlögreglu borgarinnar. Í turninum er stjörnuúr frá 1344.

Við torgið eru fögur boga- og súlnagöng með sérverzlunum og kaffistofum.

Loggia della Gran Guardia

Loggia della Gran Guardia, Padova

Loggia della Gran Guardia

Við vesturenda suðurhliðar torgsins er hásúlnahöll, Loggia della Gran Guardia.

Höll höfðingjaráðsins, reist 1523 í endurreisnarstíl með háu og grönnu súlnaporti, núna notuð sem ráðstefnumiðstöð.

Við höfum lokið skoðun, förum austur úr Piazza dei Signori eftir Via San Clemente og síðan Piazza dei Frutti og Via Oberdan, samtals um 300 metra leið. Á horninu við Caffè Pedrocchi beygjum við til vinstri í Via Cavour og förum norður hana 600 metra að lystigarðinum, sem við göngum langsum til að komast yfir brúna að bílastæðinu.

Næstu skref