3. Menning – Avery Fisher Hall

Borgarrölt

Avery Fisher Hall, New York

Avery Fisher Hall

44 hásúlur umlykja sinfóníuhöllina Avery Fisher Hall, sem hefur verið margendurbyggð að innanverðu til að ná réttum hljómburði, er tókst loks árið 1976 eftir tíu ára strit.

Höllin tekur 2.742 manns í sæti. Hún er heimili New York Philharmonic, sem hefur vertíð september-maí. Í júlí-ágúst eru haldnir ódýrir Mozart-konsertar og í september kvikmyndahátið borgarinnar.

Leonard Bernstein, Arturo Toscanini og Leopold Stokowski hafa verið hljómsveitarstjórar NY Philharmonic, en nú stjórnar þar Zubin Mehta. Þegar við vorum þar síðast, var á dagskrá frumflutningur á konsert eftir Husa og flutningur á annarri sinfóníu Schuberts og öðrum píanókonsert Liszts. Mehta stjórnaði og einleikari á píanó var Andre Vatts.

Næstu skref