4. Menning – Alice Tully Hall

Borgarrölt

Alice Tully Hall, New York

Alice Tully Hall

Carnegie Hall, New York

Carnegie Hall

Gengið er frá Broadway inn í Alice Tully Hall, aðalstöðvar kammertónlistar í New York, heimili Chamber Music Society of Lincoln Center, sem notar salinn, er tekur 1.096 í sæti, október-maí. Í september er hann notaður fyrir kvikmyndahátið borgarinnar. Á sumrin er Alice Tully Hall notað af gestkomandi listamönnum.

Carnegie Hall

Áður en Lincoln Center kom til sögunnar var Carnegie Hall helzta tónlistarhöll borgarinnar, vel í sveit sett í miðbænum, rétt sunnan við Central Park. Þar leika heimsfrægar sinfóníuhljómsveitir og jafnfrægir einleikarar, ekki aðeins sígilda tónlist, heldur einnig jazz. Tóngæðin eru nánast fullkomin í 2.784 manna salnum.

Þegar Lincoln Center komst í gagnið, stóð til að rífa Carnegie Hall. Ekki varð af því og nú hefur húsið verið endurnýjað að frumkvæði hóps borgarbúa undir forustu fiðluleikarans Isaac Stern. Því verki var einmitt að ljúka, þegar við vorum síðast í New York.

Næstu skref