3. Marokkó – Rabat – Mohammed V

Borgarrölt

Rabat

Rabat, Mohammed V Grafhýsi

Minningarhús Mohammed V

Leiðin frá Casablanca til Rabat er 86 km.

Rabat er höfuðborg landsins með frægum höllum og miðaldahverfum á strönd Atlantshafsins. Þar hefjum við ferð okkar um borgir Marokko.

Grafhýsi Mohammed V

Grafhýsi Mohammed V við Yacoub al-Mansour breiðgötuna hýsir gröf hans og gröf sonar hans Hassan II, fyrstu konunga landsins eftir sjálfstæði landsins 1956. Það er stíl, sem kenndur er við núverandi konungsætt Alavíta. Í grafhvelfingunni situr oft klerkur og les upp úr kóraninum.

Rabat Hassan Tower

Hassan kallturninn í Rabat

Marokkómenn eru afar trúfastir og klæðast margir síðum, hvítum kuflum eins og Sádi-Arabar. Þeir eru þó alavítar eins og sumir Sýrlendingar. Það er grein af shia, sem einnig er ríkjandi trú í Íran og í Írak, mjög andsnúin súnnítum, sem ráða á Arabíuskaga. Réttarstaða kvenna er tiltölulega bágborin eins og í ýmsum löndum múslima.

Hassan turninn

Turn Hassans II er handan götunnar, bænaturn mosku, sem hafin var smíði á 1195. Byrjað var á turninum og 200 súlum. Smíðinni var hætt fjórum árum síðar, þegar turninn var kominn í 44 metra hæð og stubbar komnir af súlunum.

Byggingameistari var konungurinn Yacoub al-Mansour, sá sami og lét byggja kallturninn í Sevilla á Spáni. Báðir turnarnir eru byggðir í stíl turns Koutoubia moskunnar í Marrakech. Al-Mansour lét einnig byggja Udayas kastalann í Rabat og grafreitinn í Chellah. Hann var mikill herkonungur og vann ýmsa sigra í herferðun til Spánar og Portúgal.

Næstu skref