4. Marokkó – Rabat – Medina

Borgarrölt
Rabat Royal Palace

Inngangur konungshallarinnar í Rabat

Konungshöllin

Dar al-Makhzen nefnist konungshöllin í Touarga hverfinu í Rabat, reist 1864 eftir hönnun franskra arkitekta. Þetta er sú konungshöll landsins, sem hann notar mest, enda eru þar líka ráðuneyti hans.

Kasbah

Kasbah des Oudaia er kastalahverfið uppi á kletti við ströndina í Rabat. Við förum upp langar tröppur og gegn voldugt hlið og erum þá komin inn í aldagamalt íbúðahverfi í bláum og hvítum litum og þröngum göngugötum. Nú er þetta fínt hverfi, snyrtilegt og gerilsneytt.

Rabat Kasbah

Blámálaðar götur í kastalahverfinu Kasbah í Rabat

 

 

Rabat Souk

Medina, verzlunarhverfið í Rabat

Medina

Rabat Kasbah 2

Hliðið að Kasbah virkinu í Rabat

Neðan við Kasbah er Medina, gamla verzlunar-hverfið í Rabat. Það nær yfir stórt svæði, umlukið Atlants-hafinu á eina hlið, Bou Regreg fljótinu á aðra hlið og voldugum kastalamúr á hinar tvær. Í verzlunargötunum má sjá konur í síðum jalabas-sloppum með slæður fyrir andliti og dömur á háhæluðum skóm og Parísar-tízkuklæðum. Hér mætast miðaldir og nútími í friði og spekt.

Næstu skref